Alþjóðadagur barnabókarinnar 2. apríl

Alþjóðlegi barnabókadagurinn
Alþjóðlegi barnabókadagurinn
Fjórða árið í röð býður IBBY á Íslandi til stærstu sögustundar á landinu til þess að fagna alþjóðadegi barnabókarinnar sem er 2. apríl. 
Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn var fengin til þess að semja smásögu ætlaða nemendum á öllum stigum grunnskólans, en Þórarinn fékk í fyrra Sögusteinsverðlaun IBBY á Íslandi.

Hugmyndin er sú að allir 40.000 grunnskólanemar landsins hlusti á frumflutning sögunnar samtímis, óháð því hvar þeir eru staddir á landinu eða hvaða kennslustund þeir sitja meðan á flutningi stendur. Kennarar geta ýmist lesið söguna fyrir nemendur, fengið einhvern úr hópnum til að lesa hana fyrir hina eða valið að hlusta á söguna í útsendingu Rásar I.  Sögustundin í ár verður miðvikudaginn 2. apríl, á alþjóðlegum degi barnabókarinnar, klukkan 9:10 á Rás I. Saga Þórarins tekur rúmar fimmtán mínútur í flutningi. 
Tilgangurinn er að fagna degi barnabókarinnar með notalegri sögustund og vekja um leið athygli á sameiningarmætti skáldskaparins. Með því að flytja söguna fyrir mörg þúsund lesendur í einu er mögulegt að skapa bókmenntaumræðu sem nær til samfélagsins alls.  

Nemendur á unglingastigi í Grunnskóla Fjallabyggðar munu hlýða á söguna og í 1. og 2. bekk verður haldið upp á daginn með því að fá rithöfundinn Örlyg Kristfinnsson í heimsókn og mun hann segja börnunum frá vinnu sinni við gerð bókarinnar Saga úr Síldarfirði.


Nánar á heimasíðunni www.ibby.is