Hluti af styrkþegum 2015
Við útnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar í gær var jafnframt notað tækifærið til að afhenda formlega menningar- og rekstrarstyrki til einstaklinga og félagasamtaka fyrir árið 2015. Styrki sem með einum og öðrum hætti munu styðja við bakið á menningarlífi Fjallabyggðar. Athöfnin fór fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg og tókst vel. Nemendur úr Tónskóla Fjallabyggðar sáu um tónlistarflutning og Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar ásamt Arndísi Erlu Jónsdóttur formanni markaðs- og menningarnefndar sáu um að afhenda viðurkenningar til styrkþega.
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2015, voru tillögur markaðs- og menningarnefndar frá 11. fundi 20. nóvember 2014 og bæjarráðs frá 367. fundi 20. nóvember, samþykktar á 110. fundi bæjarstjórnar 15. desember 2014.
35 umsóknir bárust. Úthlutaðir styrkir 2015, nema samtals kr. 4.315.000. (yfirlit í pdf.skjali)
Eftirtaldir einstaklingar og félagasamtök hljóta styrk að þessu sinni.
Magnús R. Magnússon – 20.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs á fréttasíðunni www.hedinsfjordur.is
Sigurður Ægisson – 50.000 kr.
Hlýtur rekstrarstyrk vegna fréttasíðunnar www.siglfirdingur.is
Vinnustofa Abbýjar. Arnfinna Björnsdóttir – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs vinnustofu.
Sjálfsbjörg Siglufirði – 75.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs vinnustofu.
Gospelkór Fjallabyggðar – 75.000 kr.
Hlýtur styrk til að halda námskeið í gospelsöng sem verður í febrúar/mars.
Félag eldri borgara í Ólafsfirði – 100.000 kr.
Félagið hlýtur rekstrarstyrk
Kvæðamannafélagið Ríma – 100.000 kr.
Félagið hlýtur styrk til að halda Landsmót kvæðamanna í byrjun mars.
Félag eldri borgara á Siglufirði - 100.000 kr.
Hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi félagsins
Anna María Guðlaugsdóttir – 110.000 kr.
Hlýtur styrk vegna Tröllahátíð listarinnar sem haldin verður í júlí 2015.
Listhúsið – 110.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi Listhússins og jafnframt vegna reksturs á heimasíðunni www.625.is
Reitir, Arnar Ómarsson – 115.000 kr.
Hlýtur styrk vegna REITA 2015
Kór eldri borgara í Fjallabyggð – 120.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins.
Kirkjukór Ólafsfjarðar – 120.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins á árinu 2015.
Systrafélag Siglufjarðarkirkju – 150.000 kr.
Hlýtur styrk vegna verkefna í Siglufjarðarkirkju.
Ungmennafélagið Glói – 150.000 kr.
Hlýtur styrk vegna ljóðahátíðarinnar Glóð sem haldin verður í september/október 2015.
Aðalheiður Eysteinsdóttir / Alþýðuhúsið – 200.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi Alþýðuhússins á árinu 2015.
Leikfélag Fjallabyggðar – 250.000 kr.
Hlýtur styrk vegna uppsetningar á nýju leikriti á árinu 2015.
Félag um Ljóðasetur Íslands – 320.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs á Ljóðasetri Íslands.
Berjadagar – tónlistarhátíð – 450.000 kr.
Styrkur vegna árlegrar Berjadaga / tónlistarhátíðar í Ólafsfirði í ágúst.
Herhúsfélagið – 500.000 kr.
Hlýtur styrk vegna endurbyggingar á Tjarnargötu 8
Sjómannafélag Ólafsfjarðar – 500.000 kr.
Hlýtur styrk vegna dagskrá sjómannahelgarinnar í Fjallabyggð.
Jazzklúbbur Ólafsfjarðar – 650.000 kr.
Hlýtur styrk vegna árlegrar blúshátíðar í lok júní 2015.
Sólrún Anna Ingvarsdóttir lék á píanó.
Örlygur Kristfinnsson og Gústaf Daníelsson voru með tvísöng
Sara María Gunnarsdóttir lék á píanó.
Þuríður Sigmundsdóttir formaður Leikfélags Fjallabyggðar flutti ávarp fyrir hönd fráfarandi bæjarlistamanns/hóps.
Þórarinn Hannesson frá Ljóðasetri Íslands og Guðný Róbertsdóttir frá Herhúsfélaginu voru mætt til að veita styrkjum móttöku.