Aðalfundur Eyþings var haldinn 9. og 10. október sl. í Félagsheimilinu Hlíðarbæ, Hörgársveit. Á aðalfundinum voru flutt erindi um stöðu og framtíð Háskólans á Akureyri, um stöðu og framtíð framhaldsskólanna, um Strætó hjá Eyþingi. Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Einnig komu Stefanía Traustadóttir frá innanríkisráðuneytinu og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fluttu ávörp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins ávarpaði fundinn.
Á aðalfundinum voru samþykktar fjölmargar ályktanir m.a. um;
- tekjustofna sveitarfélaga
- almenningsamgöngur
- heildstæða sýn í ferðamálum
- alþjóðaflugvöllinn á Akureyri
- nýtt flughlað
- flugsamgöngur
- flugvöllinn í Vatnsmýrinni
- malarvegi
- snjómokstur
- fjarskiptamál
- dreifingu á starfsemi ríkisins
- innflutningsbann Rússa og áhrif þess á sjávarbyggðir landsins
- úrbætur vegna takmarkana í flutningsgetur á raforku
- úrbætur í fráveitumálum
- verndum náttúrunnar
- menntun fyrir atvinnulífið
- málefni framhaldsskóla
- háskólann á Akureyri
- menningarmál á starfssvæði Eyþings
- menningarsamning Akureyrarbæjar
- sjúkrahúsið á Akureyri
- heilbrigðisþjónustu
- Aflið
- SÁÁ
Ályktanir í heild sinni má lesa hér eða á heimasíðu Eyþings.
Breytingar urðu á stjórn Eyþings. Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar var kosinn í stjórn i stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar og Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar var kosinn varamaður. Karl Frímannsson, Eyjafjarðarsveit, var kosinn í stað Jóns Stefánssonar, Eyjafjarðarsveit.
Ferkari upplýsingar um fundinn og starfsemi Eyþings má lesa á heimasíðunni, www.eything.is