14.05.2008
Þann 20. maí á Siglufjarðarkaupstaður 90 ára kaupstaðarafmæli og 190 ára verslunarafmæli. Af því tilefni verður efnt til hátíðarhalda þriðjudaginn 20. maí og laugardaginn 24. maí fyrir íbúa Fjallabyggðar og gesti.
Dagskrá þriðjudaginn 20. maí
Kl. 13: 00 Bæjarstjórn og gestir fara í heimsókn í Leikskála og skoða þar vorsýningu barnanna.
Kl. 14 :00 Bæjarstjórn verður viðstödd þegar Landvernd afhendir Grunnskóla Siglufjarðar Grænfánann
Kl. 14:30 Opnuð verður sýning úr listaverkasafni Fjallabyggðar í Ráðhúsinu.
Kl. 15:00 Hátíðarfundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Vorboðarnir syngja nokkur lög fyrir fundinn.
Laugardaginn 24. maí verður síðan afmælishátíð fyrir bæjarbúa og gesti þar sem íbúum Fjallabyggðar verður boðið til kaffisamsætis. Ýmislegt fleira verður gert til skemmtunar. Dagskrá verður auglýst síðar