Vatnaboltarnir voru vinsælir
Þjóðhátíðardeginum 17. júní var fagnað í Fjallabyggð í gær í góðu veðri. Dagskráin hófst kl. 11:00 þegar nýstúdent Helga Eir Sigurðardóttir lagði blómsveig að minnisvarða Sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukór Siglufjarðar söng við þessa athöfn ásamt því að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri flutti ávarp.
Kl. 13:00 sýndu yngstu iðkendur KF listir sínar á Ólafsfjaðarvelli og svo tók við hátíðardagskrá við Menningarhúsið Tjarnarborg. Hátíðarræðu flutti Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Arndís Erla Jónsdóttir var Fjallkona að þessu sinni og fór hún með ljóðið Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu. Var ljóðið sérstaklega valið í tilefni þess að 100 ár eru frá því að konur fengu kosningarétt.
Síðan voru tónlistaratriði. Nýstofnuð hljómsveit Ljóskan og lóðboltarnir sungu og léku nokkur lög og svo sá Þorsteinn Sveinsson kennari við Tónskóla Fjallabyggðar um að skemmta með söng. Annars voru það leiktækin sem áttu hug og hjörtu barnanna og nú var hægt að prófa svokallaða vatnabolta og voru þeir mjög vinsælir. Margir biðu svo eftir vatnsrennibrautinni sem er gerð úr skíðastökkpallinum og nýtur hún alltaf jafn mikilla vinsælda.
Helga Eir Sigurðardóttir nýstúdent lagði blómsveig að minnisvarða Sr. Bjarna Þorsteinssonar
Tvær þjóðlegar. Anna María Guðlaugsdóttir forstöðumaður Tjarnarborgar og
Arndís Erla Jónsdóttir formaður markaðs- og menningarnefndar sem var Fjallkona.
Fleiri myndir er hægt að sjá hér.