Ungmennaráð Fjallabyggðar

22. fundur 17. október 2019 kl. 15:30 - 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ronja Helgadóttir aðalmaður
  • Dagný Lára Heiðarsdóttir aðalmaður
  • Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir aðalmaður
  • Hörður Ingi Kristjánsson aðalmaður
  • Steinunn Svanhildur Heimisdóttir aðalmaður
  • Jón Pétur Erlingsson varamaður ungmennaráðs
  • Nadía Sól Huldudóttir varamaður ungmennaráðs
  • Guðríður Harpa Elmarsdóttir varamaður ungmennaráðs
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Ungmennaráð 2019-2020

Málsnúmer 1910046Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála bauð aðal- og varafulltrúa sem kosnir hafa verið í Ungmennaráð Fjallabyggðar velkomna til fyrsta fundar ráðsins.

Fulltrúar ráðsins eru:

Aðalfulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar:
Ronja Helgadóttir 10. bekk
Steinunn Svanhildur Heimisdóttir 9. bekk

Varafulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar:
Nadía Sól Huldudóttir 10. bekk
Frímann Geir Ingólfsson 9. bekk

Aðalfulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga.
Hörður Ingi Kristjánsson
Dagný Lára Heiðarsdóttir

Varafulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga:
Jón Pétur Erlingsson
Guðríður Harpa Elmarsdóttir

Aðalfulltrúi UÍF
Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir
UÍF mun tilnefna varafulltrúa í ráðið.

Fundarmenn kusu formann og varaformann úr hópi aðalfulltrúa.
Formaður ungmennaráðs er Steinunn Svanhildur Heimisdóttir og varaformaður Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir.

Formaður tók við stjórnun fundarins.

Nefndarmenn fóru yfir samþykktir fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar.

2.Spurningar til ungmennaráða í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 1908036Vakta málsnúmer


Farið var yfir spurningar sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendi til ungmennaráða í landinu. Svör við spurningum verða lögð fram á Skólaþingi sveitarfélaga 2019 sem fram fer 4. nóvember nk.
Ungmennaráðið svaraði spurningunum og fól deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda svör fyrir hönd ráðsins.

Fundi slitið - kl. 16:30.