Ungmennaráð Fjallabyggðar

19. fundur 04. desember 2018 kl. 15:15 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Birna Björk Heimisdóttir aðalmaður
  • Helgi Már Kjartansson aðalmaður
  • Ronja Helgadóttir aðalmaður
  • Jón Pétur Erlingsson aðalmaður
  • Dagný Lára Heiðarsdóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Guðjónsson varamaður ungmennaráðs
  • Sunneva Lind Gunnlaugsdóttir varamaður ungmennaráðs
  • Ingibjörg Einarsdóttir varamaður ungmennaráðs
  • Skarphéðinn Sigurðsson varamaður ungmennaráðs
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Á fundinn vantaði annan varafulltrúa Grunnskóla Fjallabyggðar, Viljar Þór Halldórsson.

1.Ungmennaráð 2018-2019

Málsnúmer 1811069Vakta málsnúmer

Aðal- og varafulltrúar í Ungmennaráði voru boðnir velkomnir á fundinn. Um er að ræða 1. fund á líðandi starfsári. Aðalfulltrúar kusu formann og varaformann úr sínum röðum. Formaður Ungmennaráðs starfsárið 2018-2019 er Jón Pétur Erlingsson og varaformaður er Helgi Már Kjartansson.

Áætlað er að funda einu sinni í mánuði og verður næsti fundur miðvikudaginn 9. janúar kl. 15:15.

Formaður tók við fundarstjórn.

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir drög að uppfærðum samþykktum fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 16:00.