Ungmennaráð Fjallabyggðar

18. fundur 18. apríl 2018 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Birna Björk Heimisdóttir varaformaður
  • Elísabet Alla Rúnarsdóttir varamaður ungmennaráðs
  • Kara Mist Harðardóttir aðalmaður ungmennaráðs
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Starfsemi Neon 2017-2018

Málsnúmer 1708050Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Daníela Jóhannsdóttir umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Neons.

Daníela fór yfir starfið í Neon í vetur. Starfsemin hófst um miðjan september. Starfið í vetur hefur verið fjölbreytt. Fyrir utan hefðbundna opnun í Neon var gistinótt í grunnskólanum, Góðgerðarvikan, undankeppni Söngkeppni Samfés, bíóferð, ballferðir á Dalvík, allskonar keppnir í Neon, fyrirlesturinn Fokk me, fokk you, Litla Samfés, Samfestingurinn og ýmislegt annað. Mæting í Neon var mjög góð framan af vetri, hefur dvínað nú þegar líður á veturinn.
Ungmennaráð ítrekar nauðsyn þess að framtíðarhúsnæði verði fundið fyrir félagsmiðstöðina, húsnæði sem nýst gæti fyrir félagsstarf annarra aldurshópa eða Ungmennahús. Fram kom að ekkert er um að vera fyrir aldurshópinn 16-18 ára og húsnæði sem hópurinn getur haft afnot af fyrir tómstundastarf væri til mikilla bóta.

2.Ályktun Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 1804005Vakta málsnúmer

Ályktun frá ráðstefnunni Ungt fólk með lýðræði var lögð fram til kynningar.

3.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 1609008Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti verkefnið Heilsueflandi samfélag fyrir fundarmönnum. Umræða skapaðist um hvaða áhersluþættir innan verkefnisins kæmu unglingum og ungmennum í Fjallabyggð best og voru fundarmenn sammála um að starf til eflingar andlegrar heilsu og forvarnarstarf gegn áfengis- og vímuefnanotkun væru þættir sem mundu efla ungt fólk í Fjallabyggð.

Fundi slitið - kl. 17:00.