Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

19. fundur 30. september 2021 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag stefnir á að halda 5 skipta dansnámskeið í október og nóvember. Einnig vill stýrihópurinn skoða möguleika á fræðslufyrirlestri um heilsutengt efni fyrir íbúa.

2.Umsókn í lýðheilsusjóð 2021

Málsnúmer 2109080Vakta málsnúmer

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag mun sækja um styrk í Lýðuheilsusjóð en frestur til þess er til 15. október næstkomandi. Rætt um áhersluverkefni næsta árs.

3.Lýðheilsuvísar 2021

Málsnúmer 2106081Vakta málsnúmer

Stýrihópurinn fór yfir lýðheilsuvísi 2021 fyrir Norðurland. Áhugavert væri að fá niðurstöður brotnar niður á sveitarfélagið ef það er hægt.

Fundi slitið - kl. 16:00.