Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

28. fundur 08. nóvember 2023 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Dagný Sif Stefánsdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson fulltrúi eldri borgara
  • Arnheiður Jónsdóttir fulltrúi UÍF
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Heilsueflandi samfélag - starfið 2022-2026

Málsnúmer 2210021Vakta málsnúmer

Farið yfir starfið á árinu, m.a. hvernig opnir hreyfitímar í október tókust.
Lagt fram til kynningar
Verkefnið "Allir með" sem stýrihópur um heilsueflandi samfélag stóð fyrir á þessu ári er nú að ljúka. Verkefnið hefur gengið vel og nokkuð góð þátttaka í flestum viðburðum.
Stýrihópurinn stóð fyrir opnum hreyfitímum í íþróttahúsum í báðum byggðarkjörnum í vor og einnig í haust í Ólafsfirði. Þá styrkti stýrihópurinn opna badmintontíma fullorðinna, með afnotum af íþróttahúsinu á Siglufirði í fjögur skipti, í stað þess að ekki voru haldnir opnir hreyfitímar þar í haust. Einnig hélt stýrihópurinn fræðslufyrirlestur með Sigurjóni Erni í Tjarnarborg í ágúst og tók þátt í heilsufyrirlestri ásamt Heilsueflandi 60 plús í Tjarnarborg í september, í tilefni af evrópsku íþróttavikunni.

2.Umsókn í Lýðheilsusjóð

Málsnúmer 2310068Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur um styrk úr Lýðheilsusjóði 2024 rennur út 15. nóvember nk.
Samþykkt
Samþykkt að sækja um í Lýðsheilsusjóð fyrir verkefnið "Úti allt árið" og byggist á sex hreyfiúrræðum sem öll eru framkvæmd utandyra. Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember nk. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að útfæra umsóknina og senda inn.

Fundi slitið - kl. 16:00.