Umsókn í Lýðheilsusjóð

Málsnúmer 2310068

Vakta málsnúmer

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 28. fundur - 08.11.2023

Umsóknarfrestur um styrk úr Lýðheilsusjóði 2024 rennur út 15. nóvember nk.
Samþykkt
Samþykkt að sækja um í Lýðsheilsusjóð fyrir verkefnið "Úti allt árið" og byggist á sex hreyfiúrræðum sem öll eru framkvæmd utandyra. Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember nk. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að útfæra umsóknina og senda inn.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 29. fundur - 10.04.2024

Svar við umsókn um styrk úr Lýðheilsusjóði 2024 hefur borist.
Lagt fram til kynningar
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, fyrir hönd Fjallabyggðar, hefur fengið svar við umsókn í Lýðheilsusjóð. Verkefnið Úti allt árið fékk styrk að upphæð 200.000 kr.
Verkefnið er komið af stað. Skíðagöngunámskeið var haldið í janúar fyrir íbúa í báðum byggðarkjörnum. Námskeiðin tókust vel og voru vel sótt. Næstu viðfangsefni er stafagöngunámskeið og að setja af stað gönguhópa í vor og sumarbyrjun.