Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

4. fundur 27. september 2018 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir Deildarstjóri fræðslu,- frístunda- og menningarmála
Björn Þór Ólafsson boðaði forföll.

1.Seglar með ráðleggingum um mataræði

Málsnúmer 1809063Vakta málsnúmer

Embætti landlæknis í samstarfi við Hjartavernd og Krabbameinsfélagið hefur gefið út segla með ráðleggingum um mataræði. Heilsueflandi samfélögum gafst kostur á að panta seglana fyrir íbúa sína. Á næstunni mun segull verða sendur inn á öll heimili í Fjallabyggð með stuttri kveðju og kynningu frá stýrihópi um Heilsueflandi samfélag.

2.Lýðheilsuvísar 2018 - Norðurland

Málsnúmer 1809065Vakta málsnúmer

Stýrihópurinn skoðaði lýðheilsuvísa 2018 fyrir Norðurland.
Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvisa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið.
Athygli vekur að samkvæmt lýðheilsuvísi er virkur ferðamáti almennt meiri á Norðurlandi en á landsvísu en hins vegar upplifa hlutfallslega fleiri íbúar Norðurlands líkamlega- og andlega heilsu sína sæmilega eða lélega.

3.Lýðheilsusjóður - umsóknarfrestur

Málsnúmer 1809064Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur um styrk í Lýðheilsusjóð rennur út 15.október nk.
Stýrihópur felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda umsókn í sjóðinn í samræmi við umræðu á fundinum.

4.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Skrifað var undir samning við Embætti landlæknis þann 11. júní 2018. Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag sótti um og fékk styrki úr Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar, annars vegar styrk fyrir 6 setbekkjum og hins vegar styrk fyrir ærslabelg sem settur var niður í miðbæ Siglufjarðar. Stýrihópurinn þakkar sjóðnum styrkina. Einnig vill stýrihópur koma þakklæti á framfæri við Foreldrafélag Leifturs og sveitarfélagið fyrir þeirra framlag til kaupa á ærslabelg sem settur hefur verið niður í Ólafsfirði. Stýrihópurinn fagnar framkvæmdunum og nú þegar hefur komið í ljós hversu vinsæl þessi leiktæki eru meðal barna og ungmenna.

Næstu skref í vinnunni eru að senda segla á öll heimili í Fjallabyggð með hvatningarorðum og kynningu frá stýrihópnum samkvæmt dagskrárlið 1. Þá verður sótt um styrk í Lýðheilsusjóð. Í vetur mun stýrihópurinn velja áherslur í vinnunni út frá niðurstöðum Lýðheilsuvísa Embættis landlæknis.

Fundi slitið - kl. 16:00.