Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

2. fundur 05. apríl 2018 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir Deildarstjóri fræðslu frístunda og menningarmála

1.Styrkur úr Lýðheilsusjóði

Málsnúmer 1804002Vakta málsnúmer

Fjallabyggð sótti um styrk í Lýðheilsusjóð fyrir verkefnið Heilsueflandi samfélag og fékk 500.000 kr.
Stýrihópurinn fagnar mjög þessari styrkveitingu.

2.Bekkir á gönguleiðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1803055Vakta málsnúmer

Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara kynnti verkefnið Að brúka bekki sem til stendur að Fjallabyggð taki þátt í. Verkefnið snýst um að velja gönguleiðir sem henta eldri borgurum og öðrum íbúum. Á þessum gönguleiðum eru settir hvíldarbekkir með 250 metra millibili. Bekkjum í eigu Fjallabyggðar þyrfti ef til vill að fjölga. Til eru dæmi um að fyrirtæki og árgangar gefi hvíldarbekki sem eru merktir viðkomandi fyrirtæki eða árgangi.

3.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref.

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Rætt um ýmsar hugmyndir sem hægt er að vinna að í tengslum við Heilsueflandi samfélag. Næstu skref eru að vinna að þarfagreiningu í samfélaginu. Byrjað verður á að skoða Heilsuvísa Landlæknisembættisins. Nú eru tveir þeirra tilbúnir: Vellíðan án áfengis, annarra vímuefna og tóbaks og Vellíðan með hollu mataræði.

Fundi slitið - kl. 16:00.