Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

214. fundur 20. júní 2017 kl. 17:00 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Guðmundur J Skarphéðinsson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Valur Þór Hilmarsson aðalmaður, S lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Umsókn um leyfi fyrir bílastæði og undirstöður undir golfskála

Málsnúmer 1706027Vakta málsnúmer

Samþykkt
Konráð Karl Baldvinsson fyrir hönd Selvíkur ehf. óskar eftir leyfi til að fylla undir bílastæði og fyrirhugaðan golfskála í landi Grafargerðis skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Erindi samþykkt.

2.Umsókn um stækkun lóðar við Suðurgötu 10 Siglufirði

Málsnúmer 1706025Vakta málsnúmer

Samþykkt
Eigandi húseignarinnar Suðurgata 10 óskar eftir stækkun lóðarinnar um 6 metra til norðurs frá núverandi lóðarmörkum.

Erindi samþykkt. Tæknideild falið að útbúa nýtt lóðarblað og lóðarmarkayfirlýsingu til þinglýsingar.

3.Umsókn um byggingarleyfi-Norðurtún 3 Siglufirði

Málsnúmer 1706032Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 13. júní 2017 óskar Ómar Óskarsson eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Norðurtún 3 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að veita umbeðið leyfi þegar fullnægjandi gögn vegna málsins hafa borist.

4.Aðkoma að lóð nr.1 í Hólkoti

Málsnúmer 1706036Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lóðarhafi Hólkots 1 óskar eftir að fá að gera aðkeyrslu að lóðinni frá suðvestri skv. meðfylgjandi lóðablaði.

Erindi samþykkt.

5.Umsókn um leyfi vegna Hólkotsveitu

Málsnúmer 1706035Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram umsókn Norðurorku um leyfi til lagningar á hitaveitu frá Ægisgötu 13 að frístundabyggð í landi Hólkots.

Nefndin samþykkir framkvæmdina fyrir sitt leyti en bendir á að framkvæmdaaðili þarf samþykki Vegagerðarinnar ef lögnin liggur í veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar.

6.Hraðahindrun á Aðalgötu í Ólafsfirði

Málsnúmer 1706022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga íbúa um að Vegagerðin setji varanlega hraðahindrum um leið og Aðalgatan í Ólafsfirði verður malbikuð.

Nefndin þakkar framlagða tillögu og felur tæknideild að setja upp þrengingar til að draga úr hraða við Aðalgötu í Ólafsfirði.

7.Ósk um að setja upp auglýsingaborða

Málsnúmer 1706021Vakta málsnúmer

Samþykkt
Helgi Jóhannsson fyrir hönd Fjallasala ses. óskar eftir leyfi sveitarfélagsins til að strengja tvo víra milli ljósastaura á Aðalgötunni í Ólafsfirði. Á vírana verður strengt segl sem vísar á náttúrugripasafnið í Pálshúsi.

Nefndin samþykkir tímabundið leyfi til lok ágúst.

8.Umsókn um stofnun lóðar úr landi Hlíðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1706029Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram umsókn um stofnun lóðar úr jörðinni Hlíð í Ólafsfirði.

Erindi samþykkt.

9.Umsókn um byggingarleyfi fjárhúss í landi Hlíðar Ólafsfirði

Málsnúmer 1705006Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir fjárhúsi á leigulóð úr landi Hlíðar í Ólafsfirði.

Erindi frestað.

10.Störf skipulags- og umhverfisnefndar

Málsnúmer 1706040Vakta málsnúmer

Staðfest
Umræða tekin um störf og skipulags- og umhverfisnefndar.

11.Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2016

Málsnúmer 1706023Vakta málsnúmer

Lagt fram
Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2016 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.