Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

203. fundur 27. júlí 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Andri Þór Andrésson Tæknifulltrúi

1.Auglýsing - Styrkir úr húsafriðunarsjóði vegna verndarsvæða í byggð

Málsnúmer 1606070Vakta málsnúmer

Minjastofnun auglýsir eftir styrkjum úr húsafriðunarsjóði vegna verndarsvæða í byggð.

Tæknideild falið að sækja um styrk vegna sérstakrar úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.

2.Ástand húss við Aðalgötu 6

Málsnúmer 1408047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf fyrrum eiganda Aðalgötu 6, Siglufirði.

3.Byggingarleyfi - Gunnarsholt viðbygging

Málsnúmer 1607031Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús Gunnarsholti.

Erindi samþykkt.

4.Endurnýjun lóðarleigusamnings Hólavegur 12

Málsnúmer 1607017Vakta málsnúmer

Endurnýjun lóðarleigusamnings Hólavegur 12.

Erindi samþykkt.

5.Saurbæjarás - framfylgni reglna um búfjárhald í þéttbýli

Málsnúmer 1606019Vakta málsnúmer

Nefndin bendir á að samkvæmt samþykkt um búfjárhald þá ber Fjallabyggð að tryggja sem best að girðingar um þéttbýlissvæðin séu fjárheldar. Leggur nefndin til að girt verði betur afmörkun þéttbýlisins við Saurbæjarás.

6.Umsókn um leyfi til að byggja sólpall að Aðalgötu 15 við lóðarmörk Fjallabyggðar (gangstétt)

Málsnúmer 1607024Vakta málsnúmer

Umsókn um leyfi til að byggja sólpall að Aðalgötu 15, Siglufirði við lóðarmörk Fjallabyggðar (gangstétt).

Erindi samþykkt.

7.Lóðarmörk Tjarnagötu 16, 18 og 20, Siglufirði

Málsnúmer 1603107Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.