Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

133. fundur 22. mars 2012 kl. 17:00 - 17:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir varamaður
  • Ægir Bergsson varamaður
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Aðalgata 2, Siglufirði

Málsnúmer 1203018Vakta málsnúmer

Valgeir Tómas Sigurðsson óskar eftir leyfi til endurgerðar og útlitsbreytinga á húseigninni Aðalgötu 2, Siglufirði skv. meðfylgjandi greinagerð og teikningu.

Nefndin tekur vel í erindið en bendir á að meðfylgjandi teikningar eru ekki undirritaðar af löggildum hönnuði og því ekki hægt að samþykkja þær.

2.Beiðni um undanþágu til dvalar í flugvallarbyggingu á Siglufjarðarflugvelli

Málsnúmer 1203023Vakta málsnúmer

Anna Dís Bjarnadóttir og Sigurður Kristinsson sækja um leyfi til dvalar í flugvallarbyggingunni á Siglufjarðarflugvelli til loka á leigusamningi við ISAVIA, sem er til loka nóvember 2012.

Nefndin tekur undir bókun frá 251. fundi bæjarráðs en bendir á að ákvörðunartaka er á valdi byggingafulltrúa.

Byggingarfulltrúa er falið að svara erindinu. 

 

3.Breytingar á húseign, Strandgata 2

Málsnúmer 1203072Vakta málsnúmer

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fyrir hönd Iðngarða Siglufjarðar ehf. óskar eftir leyfi til að gera breytingar á húseigninni Strandgötu 2, Ólafsfirði skv. meðfylgjandi erindi og teikningum.

Erindi samþykkt.

4.Deiliskipulag - Þormóðseyri

Málsnúmer 1203070Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar lýsing á skipulagsverkefni á Þormóðseyri á Siglufirði, ásamt matslýsingu vegna deiliskipulagsvinnu samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana.

Deildarstjóri tæknideildar hefur leitað til fyrirtækisins X2 hönnun - skipulag ehf. til að sjá um verkefnið f.h. Fjallabyggðar.

Erindi samþykkt og tæknideild falið að senda erindið til Skipulagsstofnunar til umsagnar.

5.Frumvarp til breytinga á lögum nr.55/2003 - óskir um athugasemdir

Málsnúmer 1203019Vakta málsnúmer

Á vegum umhverfisráðuneytis hefur staðið yfir vinna við gerð frumvarps til breytinga á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, vegna innleiðingar á úrgangastilskipun 2008/98/EB. Erindið barst 6. mars og óskað er athugasemda við frumvarpsdrögin eigi síðar en 16. mars 2012.

Nefndin mótmælir stuttum fyrirvara sem veittur er til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin.

6.Skilti með vörumerki Black Death á gafla hússins að Tjarnargötu 14

Málsnúmer 1203032Vakta málsnúmer

Valgeir Tómas Sigurðsson óskar eftir heimild til að setja upp skilti á gafla húsins að Tjarnargötu 14, Siglufirði.  Um er að ræða skilti með vörumerki og slagorði félagsins Black Death Iceland sf.

Nefndin óskar eftir frekari gögnum um málið og bendir jafnframt á að skiltin þurfa að uppfylla skilyrði samkvæmt lögum og reglugerð um bann við áfengisaulýsingum. 

7.Varðar lóðaleigusamning í Skarðsdal

Málsnúmer 1203035Vakta málsnúmer

Þorsteinn Jóhannesson fyrir hönd Rarik sendi inn athugasemd við fyrirhugaðan lóðaleigusamning vegna sumarbústaðar, rétt við nýja hitaveituborholu í Skarðsdal.

Afgreiðslu frestað. Tæknideild falið að afla frekari gagna.

8.Vegvísar að Harbour House Café

Málsnúmer 1203033Vakta málsnúmer

Valgeir Tómas Sigurðsson sem  rekið hefur kaffihúsið Harbour House Café í þrjú sumur óskar eftir að fá leyfi til að setja upp vegvísa á horni Gránugötu og Vetrarbrautar og á Snorragötu við smábátahöfnina.

Nefndin samþykkir uppsetningu á vegvísum, þar til sett verði upp þjónustuskilti á vegum Fjallabyggðar. 

9.Yfirlýsing

Málsnúmer 1203034Vakta málsnúmer

Lögð er fram yfirlýsing og lóðarblað fyrir lóðina Gránugötu 5a í Siglufirði.  Umrædd lóð er eign Fjallabyggðar og nýtt fyrir hafnarvog sveitarfélagsins. 

Nefndin samþykkir yfirlýsingu og lóðarblað. 

10.Yfirlýsing um lóð

Málsnúmer 1203063Vakta málsnúmer

Lögð er fram yfirlýsing og lóðarblað fyrir lóðina Fjarðarveg 142361 í Siglufirði. Umrædd lóð er eign Fjallabyggðar og nýtt fyrir dælustöð vatnsveitu sveitarfélagsins.

Nefndin samþykkir yfirlýsingu og lóðarblað.

11.Stöðuleyfi gáma

Málsnúmer 1203077Vakta málsnúmer

Guðmundur Garðarsson fyrir hönd Knolls ehf. sækir um leyfi til að staðsetja 40 feta frystigám austan við húsnæði að Múlaveg 7 eða í sundinu vestan við húsið.

Nefndin samþykkir staðsetningu á gámi fyrir vestan hús.

12.Gránugata 17

Málsnúmer 1203014Vakta málsnúmer

Finnur Yngvi Kristinsson fyrir hönd Rauðku ehf sækir um leyfi til breytinga á húseigninni við Gránugötu 17, Siglufirði.

Um er að ræða breytingar bæði utan og innandyra skv. meðfylgjandi teikningum.

Erindi samþykkt. Sigurður Hlöðversson vék af fundi undir þessum lið.

13.Grenndarkynning - sjóvarnargarðar, Siglunesi

Málsnúmer 1109093Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september 2011 var samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi. Grenndarkynningin fór fram í október 2011 og á fundi nefndarinnar þann 16. nóvember var ákveðið að fá umsögn lögfræðings á þeim athugsemdum sem bárust.

Í framhaldi af grenndarkynningu og af fengnu áliti lögmanna á framkomnum ábendingum landeigenda gerir Umhverfis og skipulagsnefnd ekki athugasemdir varðandi umrædda framkvæmd en leggur áherslu á að framkvæmdaleyfið verði fyrst veitt að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

·         Að starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands liggi fyrir.

·         Að gengið verði úr skugga um að Skipulagsstofnun geri ekki athugasemdir við grjótnámið þó ekki hafi verið gert ráð fyrir námusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins.

·         Að framkvæmdaaðili geri nánar grein fyrir þeim tækjum sem hann hyggst nota til verksins til að tryggja að sem minnstar líkur verði á raski og tímaáætlun framkvæmda.

·         Að fyrir liggi tillaga frá Siglingastofnun um skiptingu kostnaðar, sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn, samkvæmt 7. gr. laga um sjóvarnir, nr. 28 frá 1997.

·         Að efnisnám og flutningur efnis fari eingöngu fram á meðan nægilegt frost er í jörðu.

·         Að ráðist verði í lagfæringu á grjótnámssvæði í samræmi við skilyrði Skipulagsstofnunar og eins verði annað rask á svæðinu lagfært um leið og framkvæmdum líkur.

·         Að framkvæmdum verði hætt komi í ljós að ekki verði mögulegt að flytja efni um vegin án þess að valda verulegu raski eða styrkja veginn verulega.

·         Að þekkt refagreni á framkvæmdasvæðinu verði merkt í samráði við Umhverfisstofnun og þess gætt að raska þeim ekki né nánasta umhverfi þeirra.

·         Að ráðist verði í þær mótvægisaðgerðir sem Fornleifastofnun hefur lagt til, í samráði við stofnunina, til að tryggja að ekkert rask verði utan slóðans þar sem hann liggur um bæjarhólinn, efnisflutningar fari eingöngu fram um slóðann á meðan frost er í jörðu. Verktökum verði sérstaklega gerð grein fyrir að verið sé að aka um bæjarhól og allur akstur utan slóðans sé bannaður. Fornleifar verði merktar vel og verktökum gerð nákvæm grein fyrir staðsetningu þeirra.

·         Að fyrir liggi samkomulag um eftirlit með framkvæmdinni, greiðslu kostnaðar vegna þess og mögulegs tjóns vegna framkvæmdanna.

 

14.Spá um hækkun sjávarborðs á Siglufirði og Ólafsfirði

Málsnúmer 1203065Vakta málsnúmer

Lögð er fram skýrsla eftir Þorstein Jóhannesson verkfræðing varðandi spár um hækkun sjávarborðs á Siglufirði og Ólafsfirði.

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.