Grenndarkynning - sjóvarnargarðar, Siglunesi

Málsnúmer 1109093

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 16.11.2011

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september sl. var samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi.

Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir viðkomandi svæði þarf framkvæmdin í grenndarkynningu áður en framkvæmdaleyfi er veitt.

Framkvæmd þessi er tvíþætt:
1.
Efnistöku fyrir áætlaða sjóvarnargarða þar sem áætlað magn er 1.200-1.600m³ og yfirborðsflatarmál 4.000-5.000m².
2.
Tvo aðskilda sjóvarnargarða, annar um 60 m að lengd og hinn um 20 m að lengd.

Framkvæmdinni er ætlað að verja tvö mannvirki, fiskverkunarhús og frístundahús, sem hætta er á að tjónist af völdum sjógangs. Sjóvarnargarðar verða reistir framan við hvort húsið. Áætlunin gerði ráð fyrir að opnuð yrði efnisnáma í námunda við fyrirhugaða sjóvarnagarða á Siglunesi til að halda kostaði niðri við framkvæmdina. Fallið var frá því að opna fyrirhugaða námu og þess í stað mun efnistaka fara fram í framhlaupi úr Nesnúp upp undir Siglunesvita, í landi Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar land nr. 142277, fastanúmer: 213-0028.
Vinnuvélar verða fluttar á staðinn á sjó með pramma sem staðsettur er að Siglufirði. Þeim verður ekið um á núverandi vegslóða sem liggur milli umræddra húsa og Siglunesvita. Þar sem gert er ráð fyrir að grjótnám og flutningur á því eigi sér stað á meðan frost er í jörðu ætti áhrifa vélanna ekki að gæta að miklu leiti, enda verði fylgstu varúðar gætt við notkun þeirra svo umhverfið hljóti ekki skaða af.
Athugasemdum við ofanskráða framkvæmd skal komið til deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar skriflega eða á netfangið armann@fjallabyggd.is eigi síðar en 1. nóvember 2011.







Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september sl. var samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi. Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir viðkomandi svæði þarf framkvæmdin í grenndarkynningu áður en framkvæmdaleyfi er veitt. Framkvæmd þessi er tvíþætt: 1. Efnistöku fyrir áætlaða sjóvarnargarða þar sem áætlað magn er 1.200-1.600m³ og yfirborðsflatarmál 4.000-5.000m². 2. Tvo aðskilda sjóvarnargarða, annar um 60 m að lengd og hinn um 20 m að lengd. Framkvæmdinni er ætlað að verja tvö mannvirki, fiskverkunarhús og frístundahús, sem hætta er á að tjónist af völdum sjógangs. Sjóvarnargarðar verða reistir framan við hvort húsið. Áætlunin gerði ráð fyrir að opnuð yrði efnisnáma í námunda við fyrirhugaða sjóvarnagarða á Siglunesi til að halda kostaði niðri við framkvæmdina. Fallið var frá því að opna fyrirhugaða námu og þess í stað mun efnistaka fara fram í framhlaupi úr Nesnúp upp undir Siglunesvita, í landi Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar land nr. 142277, fastanúmer: 213-0028. Vinnuvélar verða fluttar á staðinn á sjó með pramma sem staðsettur er að Siglufirði. Þeim verður ekið um á núverandi vegslóða sem liggur milli umræddra húsa og Siglunesvita. Þar sem gert er ráð fyrir að grjótnám og flutningur á því eigi sér stað á meðan frost er í jörðu ætti áhrifa vélanna ekki að gæta að miklu leiti, enda verði fylgstu varúðar gætt við notkun þeirra svo umhverfið hljóti ekki skaða af. Athugasemdum við ofanskráða framkvæmd skal komið til deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar skriflega eða á netfangið armann@fjallabyggd.is eigi síðar en 1. nóvember 2011. Fjórar athugsemdir bárust tæknideild. Frá Hreini Magnússyni"Í fyrsta lagi er lagt til í greinagerð frá Siglingastofnun að hugsanlega sé hægt að finna nothæft grjót í framhlaupi úr Nesnúpum sem er upp undir Siglunesvita.Eftir lestur á greinagerð Siglingastofnunar er hvergi að finna neinar upplýingar um rannsóknir á því að nýtanlegt grjót í sjóvarnargarða finnist í framhlaupi úr Nesnúpnum bara huglægt mat um að kannski finnist nýtanlegt grjót.Um er að ræða áætlað magn frá 1.200 til 1.600 rúmmetra af grjóti í umrædda sjóvarnargarða sem verða tveir aðskildir garðar annar 60 metrar að lengd og hinn 20 metrar að lengd. Einnig er áætlað að umrædd grjótnáma nái yfir svæði sem er á bilinu 4.000 til 5.000 fermetri ( hálfur hektari að stærð).Hugmyndir Siglingastofnunar varðandi flutning á viðkomandi grjóti í garðana kemur til með að vera gert með nokkuð stórvirkum vinnuvélum. Ef við gefum okkur að flutningstæki taki á bilinu 4 til 6 rúmmetra af grjóti í hverri ferð er verið að tala um 400 til 600 ferðir miðað við 1.200 rúmmetra magn, flutningstækið fer með farm aðra leiðina en tóm hina leiðina. Ef magnið fer upp í 1.600 rúmmetra verða ferðirnar 534 til 800. Hugmyndir Siglingstofnunar eru að þessi flutningur fari fram á meðan frost er í jörð. Akstur aðra ferðina er áætlaður í kringum 1,1 km þ.e. 2,2 km báðar ferðir (lestaður - tómur). Við erum því að tala um akstur frá 880 til 1.760 km á verktímanum.Sá vegaslóði sem fyrir er á Siglunesi þarf því að styrkja nokkuð mikið til að þola þennan akstur því ætla má að fluningstæki sé í kringum 25 - 30 tonn að þyngd lestað og síðan 12 - 15 tonn ólestað, þó svo reyna eigi að aka þessu öllu á meðan frost er í jörð.Í öðru lagi er talað um í greinargerð Siglingastofnunar að allur búnaður, ökutæki og vinnuvélar, sem þarf til þessa framkvæmda verði flutt út á Siglunes með pramma (gamall herflutningaprammi) sem staðsettur er á Siglufirði.Þar sem ekki er sannað með rannsóknum að nýtanlegt grjót finnist í framhlaupi úr Nesnúpnum (huglægt mat Siglingastofnunar) teldi ég að nota ætti viðkomandi pramma til að flytja grjót í sjóvarnargarðana innan úr Siglufirði úr nýtanlegum námum þar. Það kæmi þá í veg fyrri landspjöll á Siglunesi, bæði vegna strykingar á vegslóða, sem yrði aldrei afturkræf, og fyrirhugaða grjótnámu sem yrði lýti á landinu í ókomna framtíð þar sem um er að ræða ósnortna náttúru í dag.Í þriðja lagi samkvæmt greinargerð frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands þar sem tekið er fram að framkvæmdin sé ætluð til að verja 2 hús, annars vegar "illa farna" skemmu sem áður var nýtt sem fiskverkunarhús og hins vegar frístundahús.Í stað þess að fara í mjög kostaðarsamar aðgerðir við að verja nánast ónýtt fiskverunarhús sem ekki er notað í dag og frístundahús, væri ekki bara betra að greiða viðkomandi aðilum þann kostnað sem telst af því að rífa annars vegar fiskverkunarhúsið og hins vegar að færa frístundahúsið ofar inn í landið? Til viðmiðunar varðandi útlagðan kostnað við áður nefndar framkvæmdir gæti Siglingastofnun lagt fasteignamat viðkomandi eigna til viðmiðunar.Að lokum vil ég koma því að hér að samkvæmt kostnaðaráætlun Siglingastofnunar telur hún að heildarframkvæmdin við að verja fiskverkunarhús Stefán Einarssonar hljóða upp á kr. 3.9 milljónir miðað við verðlag 2007. Hvergi er að finna í gögnum Siglingastofnunar heildarkostnað við að verja frístundahúsið. Ætla má því frá þeim gögnum að heildarkostnaður framkvæmdanna við vörn beggja húsanna yrði kr. 3.9 milljónir miðað við verðlag 2007.Eftir að hafa verið í sambandi við aðila sem er kunnugur svona framkvæmdum telur hann í grófum dráttur að kostnaðaráætlun Siglingastofnunar sé allt of lág og taldi hann kostnaður við þessa framkvæmd liggja á bilinu 8 til 10 milljónir. En hann sagði einnig að það væri mikið undir grjótinu komið sem nota á í garðana hvernig það vinnist úr ætlaðri námu og væri kostnaður fljótur að rjúka upp ef illa gengur að vinna grjótið.Að þessu ofanskrifuðu fer ég undirritaður fram á það við skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar að ekki verði gefin út framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda varðandi efnistöku úr hugsanlegri grjótnámu í Nesnúpnum, upp undir Siglunesvita, þar sem í fyrsta lagi er um hugsanlega grjótnámu að ræða en ekki raunverulega grjótnámu. Í öðru lagi neikvæð umhverfisáhrif vegna vegalagningar og í þriðja lagi geti kostnaður við framkvæmdina hlaupið á tugum milljóna þar sem fyrirhugað efnistökusvæði er byggt á huglægu mati Siglingastofnunar en ekki raunmati styrkt með rannsóknum." Frá Önnu Hildigunni Jónasdóttur"Góðan daginn Ármann Ég er búsett í Danmörku og fékk nýlega póst varðandi grenndarkynningu vegna sjóvarna á Siglunesi. Ég hef ekki áhuga á ofangreindri framkvæmd. Ég óska eftir að hún fari ekki fram." Frá Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur f.h. landeigenda Siglunes 4,5 og 6, Guðmundar Magnússonar eins landeiganda Siglunes3, Sigrúnar Bjargar Einarsdóttur eins landeiganda Siglunes 7 og Einars Jónssonar eins landeiganda Siglunes 1."Vísað er til bréfs Fjallabyggðar, dags. 21. september sl. um grenndarkynningu ? sjóvarnir á Sigluensi. Í bréfinu kemur m.a. fram að á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 7. sepember sl. hafi verið samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeiganda á Siglunesi. Þar sem ekkert deiliskipulag sé til fyrir viðkomandi svæði þurfi framkvæmdin að fara í grenndarkynningu áður en framkvæmdarleyfi sé veitt. Jafnframt kemur fram í bréfinu að framkvæmdin sé tvíþætt, annars vegar sé um efnistöku fyrir áætlaða sjóvarnargarða að ræða þar sem áætlað magn sé 1.200 til 1.600 rúmmetrar og yfirborðsflatarmál 4.000-5.000 fermetrar og hins vegar sé um tvo aðskilda sjóvarnargarða að ræða en annar sé um 60 m. að lengd en hinn um 20 m. að lengd. Að lokum kemur fram að fallið hafi verið frá því að opna efnisnámu í námundan við fyrirhugaða sjóvarnargarða og í þess stað muni efnistaka fara fram í framhlaupi úr Nesnúpi undir Siglunesvita í landi Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar. Vinnuvélar yrðu fluttar á staðinn sjóleiðis og ekið um núverandi vegslóða sem liggur frá fjöru upp í vita. Gert sé ráð fyrir að grjótnám og flutningur eigi sér stað á meðan frost er í jörðu og því eigi áhrifa vélanna ekki að gæta að miklu leyti, enda verði fylgstu varúðar gætt við notkun þeirra svo umhverfið hljóti ekki skaða af. Áður en vikið er að því að gera efnislegar athugsaemdir við grendarkynninguna er rétt að benda sérstaklega á bréf landeiganda að Siglunesi 4, 5 og 6, dags. 25. febrúar sl. til bæjarstjórnar en það bréf varðaði einnig efnistöku á Siglunesi og á það einnig við í máli þessu svo og athugasemdir sömu eigenda við tillögum að Aðalskipulagi Fjallabyggðar. Umræddir landeigendur eru eigendur 46% alls lands á Siglunesi. Vitalandið (land Hjalta Einarssonar); Hvað varðar þann hluta grenndarkynningarinnar sem snýr að efnistöku í landi Hjalta Einarssonar, svokölluðu vitalandi, þá er að mati landeiganda alveg ljóst að 1.200-1.600 rúmmertrar eða um 3000-4000 tonn af efni hafa ekki fallið úr Nesnúp á þeim stað. Því er á umræddu landi ekki að finna það magn af efni sem þarf í umræddar sjóvarnir. Á meðfylgjandi teikningu má sjá stærð vitalandsins sem í dag er í eigu Hjalta Einarssonar og svo og ljósmynd af sama landi. Af myndinni má sjá svo ekki verði um villst að svo til ekkert efnismagn er á þessum tiltekna stað. Landið fyrir utan vitalandið er hins vegar í óskiptri sameign annar landeigenda og því ljóst að ekkert efni verði tekið þar nema með samþykki umræddra eigenda. Einnig vilja landeigendur benda á að við vitalandið er að finna þekkt refagreni. Samkvæmt reglugerð nr. 437/1995 um refa- og minnkaveiðar er óheimilt að eyðileggja greni, sbr. 7. gr. Viðurlög við slíku varða sektum, varðhaldi eða fangelsi, sbr. 12. gr. reglugerðarinnar. Umrædd grjóttínsla mun óhjákvæmilega hafa í för með sér eyðilegginu umræddra grenja. Loks vilja landeigendur koma á framfæri að bergið í Nesnúpnum er annað hvort blágrýti eða basalt en slíkt berg getur verið sérstaklega óheppilegt í sjóvarnir eins og raunin varð með sjónvarnargarð í Grímsey en hann sópaðist á sínum tíma í burtu í brimi. Ekkert mat hefur farið fram á gæðum þess bergs sem nota á úr vitalandinu til umræddra sjóvarna. VegslóðinnHvað varðar vegslóðann, sem flytja á efnismagnið þá er hann í sameign eigenda. Með samkomulagi landeigenda dags. 23. maí 1939 var ákveðið að vegurinn væri ætlaður til umferðar, sameiginlega fyrir eigendur en upphaflega var aðeins um reiðveg að ræða og hefur hann verið þarna frá því að búseta hófst á Siglunesi. Vegslóðinn liggur um mýrlendi og var lagður ofan á þykkt mólag og er skurður meðfram honum að suðaustan. Slóðinn er gerður af þunnu efni úr skriðum sem lagt var ofan á mólagið. Umræddur vegaslóði liggur m.a. að Þormóðshúsi sem er sumarhús landeigenda Siglunes 4, 5 og 6, sumarhúsi barna Erlends Hreinssonar, sem eru m.a. landeigendur að Siglunesi 3 og áfram að vitanum og endar hann við Reyðará. Við komu hermanna á Siglunes í seinni heimstyrjöldinni var strax ljóst að vegslóðinn myndi ekki bera tæki þeirra og tól og var reynt að styrkja hann með því að setja undir hann sandpoka. Eftir þá aðgerð bar slóðinn að einhverju leyti tæki þeirra. Ekki var þó um þung tæki að ræða. Í dag er slóðinn því í sama ástandi og hann var árið 1945. Það er með ólíkindum að fyrirhugað sé að flytja um 3000-4000 tonn af efni eftir grjóttínslu á þungum vinnuvélum, eftir vegarslóðanum. Flutningur á slíku efnismagni kallar á um 200 ferðir fram og til baka eftir vegarslóðanum og er það alveg ljóst að hann mun ekki þola slíka flutninga.Röksemdir þær sem fram hafa komið um að umræddir flutningar muni fara fram þegar frost er í jörðu mega sín lítils. Af meðfylgjandi gögnum frá Veðurstofu Íslands má sjá að slíkt viðvarandi frost hefur ekki verið á Siglunesi undanfarna vetur. Í raun hefur frost farið niður fyrir -5°C í aðeins 5-6 daga á ári sl. 5. ár. Ekkert frost hefur því verið í jörðu á Siglunesi sl. 5 ár og í ljósi hlýnandi loftslags getur liðið langur tími þangað til það verður. Styrking vegarins dugar að sama skapi skammt. Til að vegurinn beri þyngd fullhlaðinnna þungavinnuvéla þyrfti hreinlega að byggja hann upp á nýtt. Slíkt verður aftur á móti ekki gert nema með leyfi og sátt landeigenda. Að teknu tilliti til ofangreinds verður ekki fallist á að umræddur vegslóði sem er í sameign eigenda verði notaður í þá efnisflutninga sem fyrirhugað er. Í því sambandi er m.a. vísað til eignaréttarákvæðis stjórnarskrár Íslands en samkvæmt því ákvæði verða allar skerðingar á eignaréttindum að byggja á skýrri og ótvíræðri lagastoð. Að mati landeigenda er óumdeilt að umræddur vegslóði er í einkaeigu landeigenda og því verði efni ekki flutt eftir vegslóðanum nema með samþykki þeirra. FornminjarSíðast liðin sumur hafa nokkrir fornleifafræðingar staðið í uppgreftri á Siglunesi og hafa nokkrir merkir munir fundist og má þar helst nefna taflmann sem vakið hefur heimsathygli. Umræddir fornleifafræðingar munu koma aftur næsta sumar og halda áfram næstu ár þar sem þeir telja alveg ljóst að margar og merkar fornminja séu í jörð á Siglunesi, enda hafi staðurinn verði í byggð frá upphafi Íslandsbyggðar. Ljóst er að jarðrask við vitann og eyðilegging á vegslóðanum muni hafa veruleg áhrif á þær rannsóknir og hugsanlega valda ómetanlegu tjóni á fornminjum. Nánar má lesa um umræddar fornleifarannsóknir í skýrslu um fornleifaskráningu í Hvanneyrarhreppi II: Minjar í Siglufirði (sunnan Siglufjarðabæjar og austan fjarðar), Héðinsfirði og Hvanndölum. Fornleifastofnun Íslands, FS391-04042. Landeigendur benda einnig á að samkvæmt lögum nr. 107/2001 eru alllar fornleifar á Íslandi friðhelgar. ”Fornleifum má engin, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja“, sbr. 10. gr. laganna. Sjóvarnir; Landeigendur hafa einnig verulegar efasemdir um eignarheimildir Stefáns Einarssonar varðandi land það sem fiskvinnslan stendur á og sem verja skal með sjóvörnum. Umrædd fiskvinnsla stendur í óskiptu landi landeigenda og var hún byggð í óþökk þeirra. Mótmælum landeigenda við bygginu umræddrar fiskvinnslu var komið á framfæri við byggingafulltrúan á Siglufirði með bréfi dags. 24. ágúst 1978 og eru þau ítrekuð hér með. Í ljósi framangreinds telja landeigendur lögbundnar heimildir Stefáns til að krefjast sjóvarna framan við umrædda fiskvinnslu ekki vera fyrir hendi. Neðangreindir eigendur Siglunes 1, 3, 4, 5, 6 og 7 áskilja sér allan rétt til að beita þeim úrræðum sem kunna að reynast nauðsynleg vegna máls þessa. Einnig óska þeir eftir að eiga fund með skipulagsnefnd til að skýra sjónarmið sín og röksemdir." Meðfylgjandi;- Teikning af vitalandi, - Gögn frá Veðurstofu Íslands um hitamælingar á Siglunesi sl. 5 ár.- Ljósmyndir af vitalandinu- Yfirlýsing tiltekinna landeigenda þar sem sjónarmið þeirra eru áréttuð.Frá Alberti Hauki Gunnarssyni, Ástu Margréti Gunnarsdóttur og Þorbirni Hrafni Gunnarssyni."Það er einlæg trú okkar að vegurinn frá vita og niður að sjó á Siglunesi þoli alls ekki þessa þungaflutninga sem fyrirhugaðir eru vegna umræddra sjóvarna við fiskverkunarhús Stefáns Einarssonar og frístundahús afkomenda Jóns Björnssonar.Rætt er um að flutningar þessir muni fara fram meðan "frost er í jörðu". Það er mjög teygjanlegt hugtak og vitað að sum undanfarin ár hefur gras verið farið að grænka, víða á Nesinu, úppúr miðjum febrúar. Þá hefur varla verið mikið frost í jörðu.Við erum því alfarið á móti því að þessum flutningum verði hleypt á veginn.Verði þetta hins vegar heimilað, viljum við fara þess á leit að það verði gert með þeim skilyrðum að framkvæmdaaðili gefi út ákveðna dagsetningu verkloka og setji fullnægjandi tryggingu fyrir því að vegurinn og umhverfi hans verði fært í jafngott ástand og var áður en framkvæmdir hófust og þeirri lagfæringu verði lokið eigi síðar en 90 dögum eftir dagsetningu verkloka.Viljum við að Umhverfisráðuneytið, sem nú þegar er umsagnaraðili, ábyrgist fullnustu þess verks.Einnig viljum við benda á að fiskverkunarhúsið er eftir okkar bestu vitund reist á óskiptu landi, án samþykkis verulegs hluta landeigenda.Okkur finnst óeðlilegt að veitt sé fé úr opinberum sjóðum til að verja eign sem við teljum reista í óleyfi landeigenda á óskiptu landi og finnst eðlilegt að fiskverkunarhúsið verði fjarlægt, ásamt grunni íbúðarhúss Stefáns, sem við teljum að einnig sé á óskiptu landi.Ennfremur að greinargerð sú um "Landbrot Siglunesi" er fylgir grenndarkynningunni er algjörlega óviðkomandi sjóvörnum við þessi tvö hús. Varnir þessara tveggja húsa munu hafa engin, eða hverfandi áhrif á þá landeyðingu sem fjallað er um í þeirri greinargerð."Nefndin frestar afgreiðslu og felur tæknideild að fá lögfræðiálit á málinu.


Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 07.03.2012

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september 2011 var samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi.  Grenndarkynningin fór fram í október 2011 og á fundi nefndarinnar þann 16. nóvember var ákveðið að fá umsögn lögfræðings á þeim athugsemdum sem bárust. Umsögnin hefur borist og er lögð fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133. fundur - 22.03.2012

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september 2011 var samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi. Grenndarkynningin fór fram í október 2011 og á fundi nefndarinnar þann 16. nóvember var ákveðið að fá umsögn lögfræðings á þeim athugsemdum sem bárust.

Í framhaldi af grenndarkynningu og af fengnu áliti lögmanna á framkomnum ábendingum landeigenda gerir Umhverfis og skipulagsnefnd ekki athugasemdir varðandi umrædda framkvæmd en leggur áherslu á að framkvæmdaleyfið verði fyrst veitt að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

·         Að starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands liggi fyrir.

·         Að gengið verði úr skugga um að Skipulagsstofnun geri ekki athugasemdir við grjótnámið þó ekki hafi verið gert ráð fyrir námusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins.

·         Að framkvæmdaaðili geri nánar grein fyrir þeim tækjum sem hann hyggst nota til verksins til að tryggja að sem minnstar líkur verði á raski og tímaáætlun framkvæmda.

·         Að fyrir liggi tillaga frá Siglingastofnun um skiptingu kostnaðar, sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn, samkvæmt 7. gr. laga um sjóvarnir, nr. 28 frá 1997.

·         Að efnisnám og flutningur efnis fari eingöngu fram á meðan nægilegt frost er í jörðu.

·         Að ráðist verði í lagfæringu á grjótnámssvæði í samræmi við skilyrði Skipulagsstofnunar og eins verði annað rask á svæðinu lagfært um leið og framkvæmdum líkur.

·         Að framkvæmdum verði hætt komi í ljós að ekki verði mögulegt að flytja efni um vegin án þess að valda verulegu raski eða styrkja veginn verulega.

·         Að þekkt refagreni á framkvæmdasvæðinu verði merkt í samráði við Umhverfisstofnun og þess gætt að raska þeim ekki né nánasta umhverfi þeirra.

·         Að ráðist verði í þær mótvægisaðgerðir sem Fornleifastofnun hefur lagt til, í samráði við stofnunina, til að tryggja að ekkert rask verði utan slóðans þar sem hann liggur um bæjarhólinn, efnisflutningar fari eingöngu fram um slóðann á meðan frost er í jörðu. Verktökum verði sérstaklega gerð grein fyrir að verið sé að aka um bæjarhól og allur akstur utan slóðans sé bannaður. Fornleifar verði merktar vel og verktökum gerð nákvæm grein fyrir staðsetningu þeirra.

·         Að fyrir liggi samkomulag um eftirlit með framkvæmdinni, greiðslu kostnaðar vegna þess og mögulegs tjóns vegna framkvæmdanna.