Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

112. fundur 18. apríl 2011 kl. 17:00 - 17:00 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson varamaður
  • Helgi Jóhannsson varamaður
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1104041Vakta málsnúmer

Vegna umsóknar um rekstarleyfi til handa Billanum ehf. óskar sýslumaðurinn á Siglufirði eftir staðfestingu á að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.  Einnig er óskað eftir að byggingarfulltrúi staðfesti meðfylgjandi teikningar af húsnæðinu.

Þar sem innsendar teikningar eru ekki fullnægjandi getur byggingarfulltrúi ekki samþykkt þær.  Óskað er eftir fullnægjandi teikningum af húsnæðinu.

2.Frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði

Málsnúmer 1010072Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar þær athugasemdir sem bárust við auglýsingu deiliskipulagstillögu fyrir frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði.

3.Plastlögn

Málsnúmer 1104051Vakta málsnúmer

Ólafur H. Marteinsson fyrir hönd Ramma hf. óskar eftir framkvæmdarleyfi til þess að leggja plastlögn í samræmi við meðfylgjandi teikningu frá Verkfræðistofu Siglufjarðar sf. nr. 110411.  Rammi hf. hefur samið við Olíuverslun Íslands hf. um leyfi til þess að leggja lögnina um malbikað plan á athafnasvæði félagsins við Tjarnargötu.

Erindi samþykkt.

4.Stígagerð við Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 1104012Vakta málsnúmer

Umhverfisfulltrúi óskar eftir samþykki nefndarinnar fyrir lagningu göngustígs í Hornbrekkubót skv. meðfylgjandi teikningu og ljósmynd.  

Erindi samþykkt.  

5.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1104037Vakta málsnúmer

Baldur Jónsson sækir um leyfi til að hafa sauðfé og hænsni í eigin húsi í frístundabyggð vestan Óss í Ólafsfirði.

Afgreiðslu frestað.

 

6.Varðar Aðalgötu 32 Siglufirði

Málsnúmer 1011143Vakta málsnúmer

Klæðning á Aðalgötu 32, Siglufirði rædd út frá úrskurði úrskurðanefndar skipulags- og byggingarmála frá 1. apríl 2011 og áliti lögmanns sveitarfélagsins Jóhannesi Bjarna Björnssyni dags. 13. apríl 2011.

Formaður nefndarinnar leggur til að erindi um klæðningu verði veitt, samkvæmt umsókn sem tekið var fyrir á 92. fundi nefndarinnar.

Tillagan er felld með 3 atkvæðum gegn 1 og Jón situr hjá.

Magnús og Elín leggja fram eftirfarandi tillögu:

Að fresta ákvörðun skv. 6. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að farið verði í að beita skipulagsvaldinu til þess að ákveða hverfisvernd.  Og lagt er til að gert verði deiliskipulag þar sem sett væru ákvæði um götumynd, frágang og útlit húsa.

Helgi styður tillöguna.

7.Vélageymsla

Málsnúmer 1010094Vakta málsnúmer

Sveinbjörn Þ. Sveinbjörnsson Kálfsá, Ólafsfirði óskar eftir leyfi til að setja skála/skemmu á jörðina Kálfsá í Ólafsfirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Erindi samþykkt, en byggingaleyfi ekki veitt fyrr en fullnægjandi teikningar eru samþykktar.

8.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1104044Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson sækir um leyfi til að reisa sumarhús á lóð nr. 7 í landi Hólkots samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Erindi samþykkt.

9.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1104060Vakta málsnúmer

Kristján Sturlaugsson Hólavegi 65 óskar eftir leyfi til að byggja við húseign sína skv. meðfylgjandi teikningum.  Meðfylgjandi er samþykki eigenda við Hólaveg 63 og 67.

Erindi samþykkt og óskað er eftir fullnægjandi teikningum.

Fundi slitið - kl. 17:00.