Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

87. fundur 17. mars 2010 kl. 16:30 - 16:30 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson formaður
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður
  • Júlíus Hraunberg Kristjánsson aðalmaður
  • Anna María Elíasdóttir varamaður
  • Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir Tæknifulltrúi

1.Aðalgata 22, stöðuleyfi

Málsnúmer 1003060Vakta málsnúmer

Guðnýju Róbertsdóttur var heimilað stöðuleyfi til 5 ára, fyrir tilrauna og sýningarhús að Aðalgötu 22, Siglufirði í júní 2009.  Lögð eru fram drög að samningi varðandi stöðuleyfið.

Nefndin telur eðlilegt að af húsnæðinu verði greidd fasteignagjöld  þar sem húsið er tengt inn á veitukerfi sveitarfélagsins ásamt lóðarúthlutunargjaldi sem er ein greiðsla. Að öðruleyti er nefndin sammála framlögðum samning.

 

2.Beiðni um að hluti landareignar Burstabrekku verði skilgreindur sem athafnasvæði

Málsnúmer 1002143Vakta málsnúmer

Þórður B. Guðmundsson fyrir hönd Haforku ehf. óskar eftir að hluti landareignarinnar í Burstabrekku verði skilgreindur sem athafnasvæði.  Sá hluti landareignarinnar sem um ræðir er sá hluti sem refaskálinn stendur á í dag, vestan þjóðvegar.  Tilgangur breytingarinnar er að stuðla að atvinnu uppbyggingu í Ólafsfirði.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að vinna frekar í málinu.

3.Fjallskilasamþykkt, sveitarfélög við Eyjarfjörð.

Málsnúmer 1003063Vakta málsnúmer

Nefnd sem falið var að endurskoða fjallskilasamþykkt Eyjarfjarðarsvæðisins hefur lokið við að semja drög að nýrri samþykkt.  Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar. 

Fulltrúar Fjallabyggðar í viðkomandi nefnd voru þeir Hreinn Júlíusson og Ingi Vignir Gunnlaugsson og eru þeir sáttir við þær breytingar sem gerðar voru á samþykktinni.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við samþykktina.

 

4.Ósk um leyfi til að safna saman og nýta rekavið í Ólafsfirði

Málsnúmer 1002051Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Ingi Haraldsson sækir um leyfi til að safna saman og nýta þann rekavið sem rekur á land, í landi sveitarfélagsins í Ólafsfirði.  Frá  Ósbrekkusandi að vestan að Rekabásum að austan.  Hugmyndin er að nýta þennan við í griðingarstaura og eldivið.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en vísar því til bæjarráðs þar sem um hlunnindi er að ræða.   Við afgreiðslu málsins vill nefndin vekja athygli á samning sem gerður var við Jóhannes Jóhannesson í nóvember 1990.

5.Ósk um að halda sauðfé hér á Siglufirði og annað í framhaldi af því

Málsnúmer 1002061Vakta málsnúmer

Erindi var tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 26. febrúar sl. þar sem óskað var eftir leyfi til að halda sauðfé í skemmu sem staðsett er við flugvöllinn á Siglufirði.

Á fundi með viðkomandi aðilum var þeim gert ljóst að staðsetning við flugvöllinn komi ekki til greina og var þeim bent á svæði norðan Ráeyrarvegar sem liggur upp að hesthúsum. 

6.Beiðni um umsögn vegna laga til skipulagsmála

Málsnúmer 1003068Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd Alþingis óskar eftir umsögn vegna frumvarps til laga um skipulagsmál, 425. mál.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

7.Beiðni um umsögn til laga um mannvirki

Málsnúmer 1003069Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd Alþingis óskar eftir umsögn vegna frumvarps til laga um mannvirki, 426. mál.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

8.Beiðni um umsögn til laga um brunavarnir

Málsnúmer 1003070Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd Alþingis óskar eftir umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um brunavarnir, nr. 75/2000, með síðari breytingum, 427. mál.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

9.Breyting á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 - 2023 - Íbúðasvæði við Túngötu

Málsnúmer 1002063Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun var send tillaga að breytingu á aðalskipulag Siglufjarðar 2003 - 2023, þar sem óskað var eftir óverulegri breytingu á svæðinu við Túngötu, "gamla fótboltavellinum".  Óskar skipulagsstofnun eftir frekari rökstuðningi sveitarfélagsins að um óverulegar breytingar sé að ræða.

Nefndin óskar eftir því við skipulagsfulltrúa að hann geri uppkast af rökstuðningi og sendi til nefndarmanna áður en það verður sent Skipulagsstofnun.

10.Dagur umhverfisins 2010-viðburðir og viðurkenningar

Málsnúmer 1003041Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar bréf frá umhverfisráðuneytinu þar sem vakin er athygli á degi umhverfisins 2010 sem haldin er 25. apríl ár hvert.  Í ár verður dagurinn tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni og eru félög, skólar og sveitarfélög hvött til að taka virkan þátt í degi umhverfisins.

Þakkar nefndin erindið og hvetur skóla og félög sveitarfélagsins að taka virkan þátt í þessum degi.

11.Kynning skipulagstillögu með fullnægjandi hætti

Málsnúmer 1002141Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun dags. 23. febrúar 2010,  þar sem vakin er athygli á að Skipulagsstofnun muni framvegis ekki afgreiða aðalskipulagstillögur fyrir auglýsingu skv. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nema fyrir liggi upplýsingar hvenær og hvernig tillagan var kynnt íbúum skv. 1. mgr. 17. gr. laganna.

Þakkar nefndin erindið.

Fundi slitið - kl. 16:30.