Fjallskilasamþykkt, sveitarfélög við Eyjarfjörð.

Málsnúmer 1003063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 17.03.2010

Nefnd sem falið var að endurskoða fjallskilasamþykkt Eyjarfjarðarsvæðisins hefur lokið við að semja drög að nýrri samþykkt.  Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar. 

Fulltrúar Fjallabyggðar í viðkomandi nefnd voru þeir Hreinn Júlíusson og Ingi Vignir Gunnlaugsson og eru þeir sáttir við þær breytingar sem gerðar voru á samþykktinni.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við samþykktina.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 02.06.2010

Eins og fram kemur í fundargerð stjórnar Eyþings frá 30. apríl sl. þá hefur nefnd sem vann að endurskoðun fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög í Eyjafirði lokið störfum. Tillaga nefndarinnar að nýrri fjallskilasamþykkt er hér lögð fram til kynningar og umræðu. Samþykktin verður síðan tekin til endanlegrar afgreiðslu á aðalfundi Eyþings í haust og í framhaldi send sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að fjallskilasamþykkt.