Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

85. fundur 10. febrúar 2010 kl. 16:30 - 16:30 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson formaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður
  • Júlíus Hraunberg Kristjánsson aðalmaður
  • Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir Tæknifulltrúi

1.Smábátaaðstaða - eignarhald húsa á hafnarsvæði

Málsnúmer 0910032Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri óskar eftir leyfi til að húsin við Snorragötu 9b verði rifin.

Erindi samþykkt.

2.Efnistaka

Málsnúmer 1002033Vakta málsnúmer

Árni Helgason ehf. óskar eftir að fá að taka sjávargrjót til vinnslu fyrir slitlag (malbik).  Óskað er eftir að fá að taka efni norðan Kleifarvegar í Ólafsfirði á milli vegar og sjávarkambs, skv. mynd.  Heildarmagn er 9000 m3 og yrði í staðin fyllt með gangagrjóti og gengið frá svæði í samráði við sveitarfélagið.

Afgreiðslu frestað og tæknideild falið að vinna í málinu. Nefndin óskar eftir að fá niðurstöður rannsókna á efnistöku áður en ákvörðun verður tekin.

Fundi slitið - kl. 16:30.