Efnistaka

Málsnúmer 1002033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 10.02.2010

Árni Helgason ehf. óskar eftir að fá að taka sjávargrjót til vinnslu fyrir slitlag (malbik).  Óskað er eftir að fá að taka efni norðan Kleifarvegar í Ólafsfirði á milli vegar og sjávarkambs, skv. mynd.  Heildarmagn er 9000 m3 og yrði í staðin fyllt með gangagrjóti og gengið frá svæði í samráði við sveitarfélagið.

Afgreiðslu frestað og tæknideild falið að vinna í málinu. Nefndin óskar eftir að fá niðurstöður rannsókna á efnistöku áður en ákvörðun verður tekin.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 24.02.2010

Undir þessum lið vék Ingvi Óskarsson af fundi.

 

Árni Helgason sendi inn erindi varðandi efnistöku, sem tekið var fyrir á fundi þann 10. febrúar sl.  Erindi var frestað þar til niðurstöður rannsókna á efnistöku kæmu. 

Óskar Árni Helgason eftir að fá vilirði fyrir efnistöku á svæðinu norðan Kleifarvegar í Ólafsfirði ef rannsókn sýnatöku leiðir það í ljós að efnið sé nothæft.

Eftir umræður er  afgreiðslu málsins frestað.