Öldungaráð Fjallabyggðar

3. fundur 22. mars 2018 kl. 16:00 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson aðalmaður
  • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður
  • Björn Þór Ólafsson aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Starf eldri borgara í Fjallabyggð 2018

Málsnúmer 1803054Vakta málsnúmer

Undir þessum lið fundargerðarinnar mættu Gerður Ellertsdóttir og Helga Hermannsdóttir, starfsmenn dagdvalar aldraðra í Fjallabyggð. Kynntu þær dagskrá og starfsemi dagdvalar á Siglufirði og Ólafsfirði. Mikil gróska er í starfinu og þátttaka eldri borgara framar vonum. Á Siglufirði eru þátttakendur 83 og 65 þátttakendur á Ólafsfirði. Öldungaráðið lýsir yfir ánægju sinni með starfsemina og hvetur eldri borgara til þátttöku í því góða starfi sem fram fer á vegum dagdvalar aldraðra í Fjallabyggð.
Ingvar Á. Guðmundsson, fór yfir starfsemi félags eldri borgara á Siglufirði, félagsfundir eru reglulega einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og ferðalög og aðrar skemmtanir yfir sumarmánuðina. Félag eldri borgar á Siglufirði heldur upp á 35 ára afmæli sitt á þessu ári.
Félag eldri borgar á Ólafsfirði heldur einnig upp öflugu félagsstarfi, heldur reglulega fundi og fer í skemmtiferðir.

2.Bekkir á gönguleiðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1803055Vakta málsnúmer

Undir þessum lið fundargerðar mættu á fundinn Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála. Rætt var um skipulag gönguleiða innanbæjar í Fjallabyggð og verkefnið, Brúkum Bekki. Ríkey sagði frá verkefninu Heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð. Samþykkt var að fulltrúar eldri borgara leggðu fram tillögu um staðsetningu bekkja og gönguleiða fyrir 20. apríl nk. og skila til deildarstjóra félagsmáladeildar.

3.Samþykkt um öldungaráð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1710091Vakta málsnúmer

Samþykkt um öldungaráð Fjallabyggðar tekin til umræðu. Öldungaráð mun taka málið til endurskoðunar þegar reynsla er fengin og ef þörf krefur.

Fundi slitið - kl. 17:30.