Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

33. fundur 28. júní 2017 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, S lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, S lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Linda Lea Bogadóttir Markaðs- og menningarfulltrúi
Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir boðaði forföll og Lisebet Hauksdóttir varamaður hennar komst ekki.

1.Upplýsingamál - söfn, setur og afþreying á heimasíðu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1706056Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd óskar eftir því að upplýsingar um frumkvöðla og sprotafyrirtæki innan afþreyingar verði sýnilegar á heimasíðu Fjallabyggðar.

2.Eftirfylgni með ráðstefnu um ferðamál

Málsnúmer 1706057Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd óskar eftir að Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi kalli eftir þeim erindum sem haldin voru á ráðstefnunni og geri þau aðgengileg á vef Fjallabyggðar.

Stefnt er að því að halda stöðufund með ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð í fyrstu viku septembermánaðar 2017.

3.Málþing um sjókvíaeldi 2017

Málsnúmer 1705080Vakta málsnúmer

Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður markaðs- og menningarnefndar kynnti Málþing um sjókvíaeldi sem haldið verður í Tjarnarborg föstudaginn 30. júní nk., og hvatti nefndarmenn til að mæta til þingsins.

4.Umhverfislist í Ólafsfirði

Málsnúmer 1706043Vakta málsnúmer

Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi lagði fram erindi Jeanne Morrison, listakonu sem hefur umsjón með Listhúsinu í Ólafsfirði í sumar (2017).


5.Port of Siglufjörður - heimasíða

Málsnúmer 1705034Vakta málsnúmer

Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi kynnti nýjan vef Port of Siglufjörður.

6.Næturdvöl ferðamanna utan tjaldsvæða

Málsnúmer 1706049Vakta málsnúmer

Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi kynnti átaksverkefni sveitar- og bæjarfélaga á norðurlandi þar sem leitað verður lausna á næturdvöl ferðamanna utan tjaldsvæða.

Fundi slitið - kl. 18:30.