Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

78. fundur 02. september 2021 kl. 17:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála

Málsnúmer 1908063Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd fór yfir gildandi reglur um úthlutun styrkja til menningarmála.
Nefndin leggur til ákveðnar breytingar á reglunum og felur markaðs- og menningarfulltrúa ásamt deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að uppfæra þær í samræmi við ákvörðun fundarins. Reglum með áorðnum breytingum verður síðan vísað til umfjöllunar í bæjarráði.

2.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar 2021

Málsnúmer 2107051Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti þau 5 forgangsverkefni sem Fjallabyggð sendi inn í Áfangastaðaáætlun DMP. Um er að ræða verkefnalýsingu á uppbyggingu ferðamannastaða innan Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarnefnd lýsir ánægju sinni með vel unna umsókn og vonar að eitthvert af þessum verkefnum hljóti brautargengi hjá matsnefnd.

3.Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2021

Málsnúmer 2108040Vakta málsnúmer

Undanfarin ár hefur markaðs- og menningarnefnd staðið fyrir haustfundi ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðila í Fjallabyggð. Nefndin fyrirhugar að halda slíkan fund í október og felur markaðs- og menningarfulltrúa að koma með hugmynd að dagskrá og skipulagi fundarins.

Fundi slitið - kl. 18:00.