Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

73. fundur 04. mars 2021 kl. 17:00 - 18:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Sigríður Guðmundsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Vorfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð

Málsnúmer 2103003Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar stendur fyrir fundi með ferða-, þjónustu,- menningar- og afþreyingaraðilum í Fjallabyggð þriðjudaginn 16. mars 2021 frá kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg. Boðið verður upp á léttar veitingar, kaffi og gos á fundinum. Skráning er á vef Fjallabyggðar.

2.Afhending menningarstyrkja og útnefning bæjarlistamanns 2021

Málsnúmer 2009061Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að útnefna formlega bæjarlistamann Fjallabyggðar 2021 ásamt því að afhenda úthlutaða styrki til menningarmála ársins 2021 fimmtudaginn 18. mars næstkomandi kl. 18:00 í Tjarnarborg. Skráning á viðburðinn er á vef Fjallabyggðar.

3.Barnamenningarhátíð 2021

Málsnúmer 2103007Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að halda Barnamenningarhátíð í Fjallabygggð dagana 12. - 17. apríl. Að hátíðinni koma fjölmargir aðilar í Fjallabyggð ásamt leik-, grunn- og tónlistarskóla. Dagskrá hátíðarinnar verður auglýst þegar nær dregur.

4.Söfnunar- og útlánareglur Listasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1908062Vakta málsnúmer

Nýr vefur Listasafns Fjallabyggðar er tilbúinn og verður settur í birtingu á næstu dögum. Markaðs- og menningarnefnd fagnar útgáfu hans. Útlánareglur listasafnsins voru yfirfarnar og ræddar. Á vef listasafnsins má sjá hvaða myndir eru til útláns.

5.Fundadagatöl 2021

Málsnúmer 2011044Vakta málsnúmer

Fundardagar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar verða eftirleiðis fyrsta virka fimmtudag í mánuði. Fundadagatal nefndarinnar hefur verið uppfært.

Fundi slitið - kl. 18:20.