Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

100. fundur 28. september 2023 kl. 17:00 - 18:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Birgitta Þorsteinsdóttir varamaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Tjarnarborg - Reglur og samningur um sölu áfengra drykkja

Málsnúmer 2309016Vakta málsnúmer

Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar var gestur fundarins undir þessum lið. Endurskoða þarf reglur og samning um sölu áfengra drykkja í Tjarnarborg.
Afgreiðslu frestað
Rætt um þær breytingar sem nauðsynlegar eru á gildandi reglum meðal annars m.t.t. gildandi reglugerðar. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála ásamt umsjónarmanni Tjarnarborgar er falið að uppfæra reglur samkvæmt umræðu fundarins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

2.Gestakomur á Bókasafn Fjallabyggðar og Upplýsingamiðstöð ferðamanna sumar 2023

Málsnúmer 2309049Vakta málsnúmer

Yfirlit frá forstöðukonu Bókasafns Fjallabyggðar og upplýsingamiðstöðvar. Yfirlitið nær yfir fjölda ferðamanna sem heimsóttu Upplýsingamiðstöð ferðamanna sumarið 2023 og yfir fjölda gesta sem heimsóttu Bókasafn Fjallabyggðar sumar 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

3.Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2308042Vakta málsnúmer

Nefndin gerir tillögu að auglýsingu og fresti til tilnefninga.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum til bæjarlistamanns 2024.

4.Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2023

Málsnúmer 2309120Vakta málsnúmer

Farið yfir hugsanlega dagsetningu og efni haustfundar ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd stendur fyrir haustfundi ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2023. Fundurinn er áætlaður um miðjan nóvember. Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að setja saman dagskrá fundarins í samræmi við umræður fundarins og auglýsa hann.

5.Styrkveitingar Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2308029Vakta málsnúmer

Fara yfir lista yfir umsóknir um menningartengda styrki.
Lagt fram til kynningar
Umsóknarfresti um menningastyrki rann út 25. september síðastliðinn. Listi yfir umsóknir um menningarstyrki lagður fram til kynningar.

6.Listaverkagjöf

Málsnúmer 2309121Vakta málsnúmer

Fjallabyggð barst listaverk að gjöf.
Lagt fram til kynningar
Listasafni Fjallabyggðar hefur borist listaverk að gjöf frá afkomendum Dóru Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðarsonar sem bjuggu á Siglufirði á árum áður en Sigurður var læknir á Siglufirði á árunum 1962-1972. Verkið sem er rýjað með plötulopa er samvinnuverkefni Dóru og Höllu Haralds listakonu frá Siglufirði sem teiknaði myndina.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar afkomendum Dóru og Sigurðar fyrir höfðinglega gjöf til safnsins.

Fundi slitið - kl. 18:45.