Tjarnarborg - Reglur og samningur um sölu áfengra drykkja

Málsnúmer 2309016

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 28.09.2023

Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar var gestur fundarins undir þessum lið. Endurskoða þarf reglur og samning um sölu áfengra drykkja í Tjarnarborg.
Afgreiðslu frestað
Rætt um þær breytingar sem nauðsynlegar eru á gildandi reglum meðal annars m.t.t. gildandi reglugerðar. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála ásamt umsjónarmanni Tjarnarborgar er falið að uppfæra reglur samkvæmt umræðu fundarins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 15.11.2023

Uppfærðar reglur um sölu áfengra drykkja í Tjarnarborg.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir uppfærð drög að reglum um sölu áfengra drykkja í Tjarnarborg. Breytingar hafa verið gerðar á reglunum í samræmi við bókun markaðs- og menningarnefndar á 100. fundi sínum 28.9.2023.
Samningur um sölu áfengra drykkja verður uppfærður í takt við nýjar reglur. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.