Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

99. fundur 24. ágúst 2023 kl. 17:00 - 18:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Birgitta Þorsteinsdóttir varamaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Sigríður Guðmundsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Safnasamningur

Málsnúmer 2304055Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi um eintakagerð, stafræna birtingu og aðgengi af afritum af safnkosti á milli Myndhöfundasjóðs Íslands og Listaverkasafns Fjallabyggðar. Gera þarf samning um leyfi til opinberrar birtingar mynda af safnkosti listasafnsins m.a. á vef safnsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Markaðs- og menningarnefnd leggur áherslu á að Fjallabyggð geri samning við Myndhöfundasjóð Íslands. Með samningnum veitir Myndstef safninu leyfi til eintakagerðar og til að gera safnkost aðgengilegan með stafrænum hætti sbr. 12. gr.b. höfundalaga. Samningur þessi nær til verka í safnkosti safnsins eftir íslenska höfunda og erlenda. Nefndin vísar málinu til Bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

2.Skyndiviðburðir 2023

Málsnúmer 2303084Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir úthlutanir til skyndiviðburða á árinu.
Lagt fram til kynningar
Yfirlit yfir úthlutanir til skyndiviðburða á árinu 2023 var lagt fram til kynningar. Búið er að úthluta öllu fjármagni sem gert hafði verið ráð fyrir í slíka viðburði.

3.Hátíðir 2023

Málsnúmer 2308021Vakta málsnúmer

Fjallað um þær hátíðir sem fram hafa farið í Fjallabyggð á árinu.
Lagt fram til kynningar
Umræða um hátíðir sumarsins og aðkomu og stuðning Fjallabyggðar við þær. Markaðs- og menningarnefnd er sammála því að allar hátíðir hafi gengið mjög vel og verið vel sóttar. Verið er að kalla eftir greinargerðum frá forsvarsaðilum hátíða.

4.Styrkveitingar Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2308029Vakta málsnúmer

Fjallað um auglýsingu og umsóknarfrest um styrki vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2024.
Vísað til bæjarráðs
Markaðs- og menningarnefnd ræddi breytingar á umsóknartíma um styrki vegna fjárhagsáætlunar 2024. Nefndin vekur athygli á að opnað verður fyrir umsóknir í byrjun september og mun umsóknarfresti ljúka 24. september 2023. Auglýsing verður birt í lok mánaðar. Vísað til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:50.