Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

84. fundur 15. febrúar 2022 kl. 17:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir varamaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Afhending menningarstyrkja og útnefning bæjarlistamanns 2022

Málsnúmer 2201014Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd afhendir menningarstyrki árlega við hátíðlega athöfn í Tjarnarborg.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd stefnir að afhendingu menningarstyrkja 2022 í Tjarnarborg í mars. Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að setja saman og auglýsa dagskrá.

2.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála

Málsnúmer 1908063Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd endurskoðar reglur um menningarstyrki.
Vísað til umsagnar og afgreiðslu bæjarráðs
Markaðs- og menningarnefnd leggur til breytingar á reglum um úthlutun menningartengdra styrkja og vísar breytingum til umfjöllunar í bæjarráði.

3.Tjaldsvæði Fjallabyggðar 2022-2024

Málsnúmer 2201044Vakta málsnúmer

Gildistími þjónustusamnings um rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð er liðinn. Auglýsa þarf eftir nýjum rekstrar- og umsjónaraðila.
Vísað til umsagnar og afgreiðslu bæjarráðs
Markaðs- og mennngarnefnd leggur til að auglýst verði eftir rekstrar- og umsjónaraðilum tjaldsvæða í Fjallabyggð til þriggja ára. Nefndin vísar til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:00.