Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

80. fundur 09. nóvember 2021 kl. 17:00 - 18:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2022

Málsnúmer 2110016Vakta málsnúmer

Farið yfir tilnefningar sem borist hafa um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2022.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2022 en frestur til að skila tilnefningum rann út 5. nóvember sl. Alls bárust 13 tilnefningar og þakkar nefndin íbúum fyrir þær. Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur bæjarlistamann Fjallabyggðar 2022 og verður hún sæmd nafnbótinni við hátíðlega athöfn á nýju ári.

2.Stykumsóknir 2022 Menningarmál.

Málsnúmer 2110077Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir styrkumsóknir til menningarmála fyrir árið 2022.
Lagt fram
Listi yfir styrkumsóknir til menningarmála fyrir árið 2022 lagður fram til kynningar. Nefndin mun taka umsóknir fyrir síðar og birta úthlutanir í janúar 2022.

3.Umsókn um styrk til hátíðarhalda í Fjallabyggð árið 2022.

Málsnúmer 2110078Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir styrkumsóknir til hátíðarhalda fyrir árið 2022.
Lagt fram
Listi yfir styrkumsóknir til hátíðarhalda fyrir árið 2022 lagður fram til kynningar. Nefndin mun skila umsögnum vegna umsókna til bæjarráðs eftir næsta fund nefndarinnar.

4.Styrkumsóknir 2022 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2110076Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir styrkumsóknir til reksturs safna og setra fyrir árið 2022.
Lagt fram
Listi yfir styrkumsóknir til reksturs safna og setra fyrir árið 2022 lagður fram til kynningar. Nefndin mun skila umsögnum vegna umsókna til bæjarráðs eftir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:20.