Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

79. fundur 07. október 2021 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Ida M. Semey boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2021

Málsnúmer 2108040Vakta málsnúmer

Lagt fram
Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar 2021 verður haldinn 12. október nk. kl. 17:00 í Tjarnarborg. Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir dagskrá fundarins.

2.Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2022

Málsnúmer 2110016Vakta málsnúmer

Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum um Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2022. Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir 28. október næstkomandi.

3.Styrkumsóknir 2022

Málsnúmer 2110017Vakta málsnúmer

Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir umsóknum um styrki til menningarmála fyrir árið 2022 samkvæmt reglum um úthlutun styrkja til menningarmála. Opnað verður fyrir umsóknir fimmtudaginn 14. október og skulu umsóknir berast rafrænt gegnum Rafræn Fjallabyggð í síðasta lagi 28. október næstkomandi.

4.Kynning og heimsókn markaðs- og menningarnefndar í Alþýðuhúsið á Siglufirði

Málsnúmer 2110019Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd heimsótti Aðalheiði Sigríði Eysteinsdóttur í Alþýðuhúsið á Siglufirði og naut kynningar á starfi Alþýðuhússins og spjalls um menningartengd málefni. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Aðalheiði fyrir móttökurnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.