Hafnarstjórn Fjallabyggðar

45. fundur 11. febrúar 2013 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sverrir Sveinsson formaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Rögnvaldur Ingólfsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Markaðssetning á Siglufjarðarhöfn

Málsnúmer 1302001Vakta málsnúmer

Aníta Elefsen mætti á fund hafnarstjórnar og fór yfir tillögur sínar og upplýsingar um markaðssetningu hafnarinnar.

Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í kostnaði við Alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu, ráðstefnu og kynningu í Kaupmannahöfn og kynningarefni fyrir fram komin verkefni og er áætlaður kostnaður um 500 þúsund.

Samþykkt samhljóða.

2.Gjaldskrá fyrir hafnarsjóð Fjallabyggðar 2013

Málsnúmer 1211016Vakta málsnúmer

Gjaldskrá lögð fram til yfirferðar, en hún hefur áður verið samþykkt.

Fram komu ábendingar frá yfirhafnarverði um að gera þurfi lagfæringar á þremur greinum.

Um er að ræða viðlegugjald í 4. gr. Gera þarf betri grein fyrir sorphirðugjald í 12.gr. og að fella þurfi út skilgreiningu á vatnsgjaldi í 15. gr.

Yfirhafnarverði og hafnarstjóra er falið að setja fram skriflega greinargerð fyrir næsta fund.

3.Afla landað í Fjallabyggð 2012

Málsnúmer 1301088Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um landaðan afla í Fjallabyggð á árinu 2012.

Fram kom að landaður afli á Siglufirði var 15.471 tonn og á Ólafsfirði 1.381 tonn. Um er að ræða 2.207 landanir á Siglufirði og 772 á Ólafsfirði.

Lagt fram til kynningar.

4.Rekstraryfirlit 31. desember 2012

Málsnúmer 1302002Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - desember lagt fram til kynningar. Niðurstaðan er betri en áætlun gerði ráð fyrir.

5.Bryggjuþil - tillögur að lausnum

Málsnúmer 1301030Vakta málsnúmer

Niðurstaða frá Alþingi liggur ekki fyrir um breytingar á lögum. Umræðu um endurbætur á Hafnarbryggju frestað.

6.Fundagerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2013

Málsnúmer 1301086Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

7.Fundartími og fundarstaður bæjarráðs

Málsnúmer 1301033Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn telur eðlilegt að leggja til við bæjarráð/bæjarstjórn að fundir hafnarstjórnar séu framvegis á Siglufirði í ljósi þess að þar eru fleirir fundarmenn búsettir.

Fundi slitið - kl. 19:00.