Hafnarstjórn Fjallabyggðar

134. fundur 25. janúar 2023 kl. 16:00 - 17:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, A lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann V Sigurðsson Deildarstjóri tæknideildar

1.Hafnir Dalvíkurbyggðar, beiðni um kaup á vinnuframlagi.

Málsnúmer 2301012Vakta málsnúmer

Búið er að ganga frá samkomulagi um kaup á vinnuframlagi hafnarstarfsmanna Fjallabyggðarhafna vegna afleysingu á bakvakt þriðju hverja helgi til 31. mars 2023 á höfnum Dalvíkurbyggðar.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða tilhögun.

2.Framtíðar stefnumótun Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 2201015Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn skal taka Framtíðarstefnu Fjallabyggðarhafna og aðgerðaráætlun til árlegrar endurskoðunar og umræðu.
Hafnarstjóri fór yfir stefnu sem mörkuð var á síðasta ári til ársins 2030. Útbúa þarf hnitmiðaða aðgerðaráætlun og forgangsraða verkefnum til að stefnumörkunin nýtist til framfara.

3.Aflatölur 2023

Málsnúmer 2301054Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrri ár. Á Siglufirði höfðu þann 23. janúar 268 tonn borist á land í 12 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 300 tonn í 8 löndunum. Á Ólafsfirði hefur engin afli borist á land, á sama tíma í fyrra höfðu 873 kg verið landað.
Hafnarstjóri fór yfir aflatölur og þróun reksturs Fjallabyggðarhafna frá 2019 til dagsins í dag. Á tímabilinu hafa tekjur dregist saman um 30%.

4.Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.

Málsnúmer 2212025Vakta málsnúmer

Ný lög um meðhöndlun úrgangs tóku gildi 1. janúar 2023. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna innleiðingarinnar.
Hafnarstjóri fór yfir breytingar sem gera þarf í kjölfar nýrra lagasetningar um meðhöndlun úrgangs.
Koma þarf upp söfnun fyrir fjóra flokka af sorpi þ.e. plast, pappír, lífrænt og almennt sorp. Yfirhafnarverði falið að finna staðsetningar fyrir sorpílát við hafnirnar.

5.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2023

Málsnúmer 2301055Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir ýmis verkefni sem eru í vinnslu hjá höfninni.

Fundi slitið - kl. 17:20.