Hafnarstjórn Fjallabyggðar

24. fundur 21. maí 2010 kl. 12:00 - 13:30 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jón Andrjes Hinriksson formaður
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður
  • Kristinn Sigurður Gylfason aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Þórir Kr. Þórisson hafnarstjóri

1.Opnunartími hafna á grásleppuvertíð

Málsnúmer 1003040Vakta málsnúmer

Björn Halldórsson f.h. smábátasjómanna í Ólafsfirði óskaði eftir að opnunartími hafnarinnar yrði lengri yfir grásleppuvertíðina. Hafnarstjóri heimilaði lengri opnunartíma fyrir árið 2010. Hafnarstjórn samþykkir erindið.

2.Smábátahöfn við Síldarminjasafn Íslands

Málsnúmer 1003012Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar að eiga viðræður sem fyrst við forsvarsmenn Rauðku ehf. og Síldarminjasafns Íslands um væntanlega smábátaaðstöðu austan við Síldarminjasafnið.

3.Fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014

Málsnúmer 1004063Vakta málsnúmer

Siglingastofnun Íslands sendi upplýsingar til hafnarstjórna að við gerð nýrrar samgönguáætlunar 2011-2014 verði núverandi tillaga að samgönguáætlun 2009-2012 endurskoðuð og við hana bætt áætlun um það sem framkvæma á  á árunum 2013 og 2014. Umsóknir um ríkisframlög á næsta áætlunartímabili skal senda til Siglingastofnunar fyrir 1. ágúst 2010.

Eftirtöldum liðum skal svarað:

  • Umsókn um framlag til nýrra verkefna í hafnargerð
  • Staðfesta skal eldri verkefni
  • Frumrannsóknir
  • Sjóvarnir

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að gera framkvæmdaáætlun og leggja fyrir hafnarstjórn til samþykktar.

4.Umsókn um rekstarleyfi

Málsnúmer 1005047Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar umsagnar sveitarstjórnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Hannes Boy Cafe/þjónustumiðstöð Rauðku.

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Rauðku hf. um rekstrarleyfi fyrir Hannes Boy Cafè/Þjónustumiðstöð Rauðku, er varðar staðsetningu svo framarlega sem starfsemin truflar ekki hafnsækna starfsemi.

5.Fráveitumál við hafnirnar

Málsnúmer 1005120Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn telur brýnt að fundin verði lausn á fráveitumálum við rækjuverksmiðjuna í Siglufjarðarhöfn.

6.Umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum - aflagjald. Fjárhagsvandi hafna - greinargerð

Málsnúmer 1003157Vakta málsnúmer

Fyrir hafnarstjórn liggur umsögn Hafnasambands Íslands að frumvarpi um breytingar á hafnalögum - aflagjaldi. Lagt fram til kynningar.

7.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2009 og fundargerð 327. fundar

Málsnúmer 1003156Vakta málsnúmer

Ársreikningur og fundargerð 327. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

8.Efnahagsleg áhrif af komum skemmtiferðaskipa til Íslands - niðurstöður könnunar

Málsnúmer 1004101Vakta málsnúmer

Fyrir hafnarstjórn lágu samandregnar niðurstöður úr könnun BREA & Peter Wild á meðal farþega og áhafna á skemmtiferðaskipum sumarið 2009. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:30.