Fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014

Málsnúmer 1004063

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 24. fundur - 21.05.2010

Siglingastofnun Íslands sendi upplýsingar til hafnarstjórna að við gerð nýrrar samgönguáætlunar 2011-2014 verði núverandi tillaga að samgönguáætlun 2009-2012 endurskoðuð og við hana bætt áætlun um það sem framkvæma á  á árunum 2013 og 2014. Umsóknir um ríkisframlög á næsta áætlunartímabili skal senda til Siglingastofnunar fyrir 1. ágúst 2010.

Eftirtöldum liðum skal svarað:

  • Umsókn um framlag til nýrra verkefna í hafnargerð
  • Staðfesta skal eldri verkefni
  • Frumrannsóknir
  • Sjóvarnir

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að gera framkvæmdaáætlun og leggja fyrir hafnarstjórn til samþykktar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 28. fundur - 17.11.2010

Bæjarstjóri lagði fram viðskiptaáætlun fyrir hafnarframkvæmdir sem ætlunin er að leggja áherslu á með fulltrúum frá Siglingastofnun nk. föstudag.

Um er að ræða eftirtalin verkefni; 1. Lengingu á Óskarsbryggju um 120 metra á Siglufirði með dýpi allt að 10m, þekju og lögnum. Áætlaður kostnaður er um 222 m.kr.

Hlutur bæjarfélagsins er 44.5 m.kr. Gert er ráð fyrir árlegri tekjuaukningu hafnarinnar um 20 m.kr.

2. Innsigling og höfn á Ólafsfirði, viðhaldsdýpkun áætlað magn er um 20 þúsund m3. Kostnaður er áætlaður um 15 m.kr með framlagi frá hafnarsjóði 1.2 m.kr.

3. Lenging skjólgarða við öldubrjót á Siglufirði. Um er að ræða lengingu um 80 m. Áætlaður kostnaður er um 65 m.kr. og hlutur bæjarfélagsins eða hafnarinnar er um 5.2 m.kr.

 

* Hafnarstjórn samþykkir framlagða viðskiptaáætlun