Hafnarstjórn Fjallabyggðar

98. fundur 25. júní 2018 kl. 17:00 - 17:45 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir varamaður, I lista
  • Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigðursson deildarstjóri tæknideildar

1.Erindisbréf nefnda 2018-2022

Málsnúmer 1806062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Drengskaparheit um þagnarskyldu 2018 - 2022

Málsnúmer 1806015Vakta málsnúmer

Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn sem mættir voru, drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

3.Aflatölur og aflagjöld 2018

Málsnúmer 1802088Vakta málsnúmer

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 25. júní 2018 ásamt samanburði við sama tíma árið 2017.

2018 Siglufjörður 6252 tonn í 714 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 254 tonn í 274 löndunum.

2017 Siglufjörður 3435 tonn í 829 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 264 tonn í 304 löndunum.

4.Eftirlit með móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum

Málsnúmer 1804012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla frá Umhverfisstofnun frá 28. maí síðastliðnum. Búið er að bregðast við athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni.

5.Gjaldskrár 2018

Málsnúmer 1710094Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð, þar sem 12. grein er breytt til samræmis við lög nr. 33/2004 og reglugerð nr. 1201/2014.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að gjaldskráin verði samþykkt svo breytt.

6.Stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1806018Vakta málsnúmer

L7 verktakar sækja um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám sem staðsettur yrði á gámasvæði við öldubrjót.
Erindi samþykkt.
Hafnarstjórn ítrekar að stöðuleyfishafar sýni góða umgengni á gámasvæðum.

7.Hafnasambandsþing 2018

Málsnúmer 1806070Vakta málsnúmer

Hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands verður haldið 25.-26. október nk. á Grand hótel í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

8.Neysluvatn á hafnarsvæði

Málsnúmer 1806071Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staðfesting á gæðum neysluvatnsins við hafnarsvæði Fjallabyggðarhafna.

9.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2018

Málsnúmer 1801012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 404. fundargerð Hafnasambands Íslands.

Fundi slitið - kl. 17:45.