Hafnarstjórn Fjallabyggðar

97. fundur 24. maí 2018 kl. 12:00 - 12:55 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varaformaður, D lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir aðalmaður, S lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármannn Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur og aflagjöld 2018

Málsnúmer 1802088Vakta málsnúmer

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 23. maí 2018 ásamt samanburði við sama tíma árið 2017.

2018 Siglufjörður 4262 tonn í 430 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 235 tonn í 236 löndunum.

2017 Siglufjörður 2528 tonn í 588 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 254 tonn í 274 löndunum.

2.Farþegagjald á skemmtiferðaskipum

Málsnúmer 1804128Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að farþegagjald á skemmtiferðaskipum hækki úr 1 evru í 1,25 evru og muni taka gildi 1. janúar 2019.

3.Framkvæmdir og viðhald á mannvirkjum Fjallabyggðarhafna 2018

Málsnúmer 1804121Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í verkið "Siglufjörður-Róaldsbryggja-þybbuklæðning" þriðjudaginn 22 maí. Eftirfarandi tilboð bárust:
L7 ehf 7.490.000
Berg ehf 4.415.000
Kostnaðaráætlun 7.086.000

Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að taka tilboði lægstbjóðanda.

4.Gámar við Óskarsbryggju

Málsnúmer 1805072Vakta málsnúmer

Nú er búið að útbúa nýtt gámasvæði við grjótgarðinn hjá Óskarsbryggju. Enn eru gámar staðsettir við Óskarsbryggjuna sem þarf að færa á nýja svæðið við Öldubrjótinn.

Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að senda leyfishöfum erindi þess efnis að gámarnir skuli fluttir á nýja gámasvæðið. Leyfishöfum verði gefin tveggja vikna frestur til að flytja gámana.

5.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1804138Vakta málsnúmer

Reynir Karlsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám við Öldubrjótinn á Siglufirði.

Erindi samþykkt.

6.Eftirlit með móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum

Málsnúmer 1804012Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun hefur staðfest áætlun Fjallabyggðarhafna um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum, sbr. 6 gr. reglugerðar nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum.

Fulltrúi Umhverfisstofnunar mun verða við eftirlitsstörf í höfnum Fjallabyggðar 28 maí næstkomandi.

7.Uppfylling norðan Bæjarbryggju

Málsnúmer 1805021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Olíuverslun Íslands þar sem bent er á að mikið sandfok er af uppfyllingu norðan við Bæjarbryggju. Óskað er eftir að sett verði yfirlag á uppfyllinguna til þess að stöðva sandfok.

Hafnarstjórn óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.

8.Markvisst og hagkvæmt eftirlit Fiskistofu með vinnsluskipum

Málsnúmer 1805060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Ný reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi nr. 884/2017, hafnir

Málsnúmer 1805061Vakta málsnúmer

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra óskar eftir samstarfi við hafnarvörð vegna skoðunar á öllum olíutönkum á hafnarsvæði Fjallabyggðarhafna. Óskað er eftir upplýsingum um staðsetningu og rekstraraðila á viðkomandi olíugeymum.

Hafnarstjón felur yfirhafnarverði að svara erindinu.

10.Umsögn varðandi frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða

Málsnúmer 1804117Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Samstarfsyfirlýsing milli Hafnasambands Íslands og Fiskistofu um framkvæmd vigtarmála - drög

Málsnúmer 1805016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2018

Málsnúmer 1801012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Formaður Hafnarstjórnar vill þakka hafnarstjóra, deildarstjóra tæknideildar, starfsmönnun Fjallabyggðarhafna og nefndarmönnum fyrir gott og árangursríkt samstarf á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka.

Fundi slitið - kl. 12:55.