Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

32. fundur 19. september 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Sóley Anna Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Anna María Elíasdóttir varamaður, D lista
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Steingrímur Óli Hákonarson aðalmaður D-lista boðaði forföll og mætti Anna María Elíasdóttir varamaður í hans stað.

1.Gufubað í sundlaug Siglufjarðar. Aðgengi/opnunartími

Málsnúmer 1609062Vakta málsnúmer

Samþykkt
Á fundinn mætti forstöðumaður íþróttamannvirkja Haukur Sigurðsson.
Forstöðumaður leggur til við fræðslu- og frístundanefnd að því fyrirkomulagi að kynjaskipta aðgengi að gufubaðinu í íþróttamiðstöð Siglufjarðar verði hætt en til vara verði fyrirkomulaginu framhaldið en eingöngu fyrir hádegi.
Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns að kynjaskipt verði fyrir hádegi líkt og verið hefur og síðan opið öllum og jafnframt að gufubaðið verði opið alla daga.

2.Úthlutun frítíma í íþróttamannvirkjum veturinn 2016 - 2017

Málsnúmer 1609054Vakta málsnúmer

Samþykkt
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja kynnti úthlutun á frítímum í íþróttamannvirkjum Fjallabyggðar til aðildarfélaga UÍF. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir úthlutunina fyrir sitt leyti.

Haukur vék af fundi kl. 17:21

3.Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2016 - 2017

Málsnúmer 1609056Vakta málsnúmer

Staðfest
Á fundinn mættu Olga Gísladóttir leikskólastjóri, Berglind Hrönn Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna og Katrín Sif Andersen fulltrúi foreldra. Olga fór yfir starfsáætlun leikskólans fyrir skólaárið 2016 - 2017. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Olgu kynninguna og staðfestir starfsáætlun leikskólans.

Olga, Berglind Hrönn og Katrín Sif véku af fundi kl. 17:41

4.Ósk um leyfi fyrir starfendarannsókn

Málsnúmer 1609058Vakta málsnúmer

Samþykkt
Á fundinn mættu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara.
Jónína fór yfir beiðni hennar um að fá að framkvæma starfendarannsókn á störfum sínum sem skólastjóri við Grunnskóla Fjallabyggðar. Rannsóknin verður unnin í tengslum við meistaraprófsverkefni hennar við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir beiðni Jónínu.

5.Starfsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2016 - 2017

Málsnúmer 1609055Vakta málsnúmer

Staðfest
Jónína Magnúsdóttir skólastjóri fór yfir starfsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2016 - 2017. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Jónínu kynninguna og staðfestir starfsáætlun grunnskólans.

6.Símenntunaráætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2016 - 2017

Málsnúmer 1609064Vakta málsnúmer

Lagt fram
Jónína Magnúsdóttir kynnti símenntunaráætlun Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2016 - 2017. Um leið og fræðslu- og frístundanefnd þakkar Jónínu kynninguna vill hún hvetja kennara, leiðbeinendur og aðra starfsmenn skólans að nýta þau tækifæri sem gefast til að sækja sí- og endurmenntunarnámskeið þannig að þeir eflist í starfi.

Jónína og Sigurlaug véku af fundi kl. 18:32

7.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1609053Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram umsókn um námsvist grunnskólanema utan lögheimilssveitarfélags.
Samþykkt.

8.Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Neon veturinn 2016 - 2017

Málsnúmer 1609057Vakta málsnúmer

Samþykkt
Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti helstu áherslur í starfi félagsmiðstöðvarinnar fyrir veturinn 2016 - 2017. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að skoðað verði að hafa skipulagt starf fyrir 5. - 7. bekk.

Fundi slitið.