Gufubað í sundlaug Siglufjarðar. Aðgengi/opnunartími

Málsnúmer 1609062

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 19.09.2016

Samþykkt
Á fundinn mætti forstöðumaður íþróttamannvirkja Haukur Sigurðsson.
Forstöðumaður leggur til við fræðslu- og frístundanefnd að því fyrirkomulagi að kynjaskipta aðgengi að gufubaðinu í íþróttamiðstöð Siglufjarðar verði hætt en til vara verði fyrirkomulaginu framhaldið en eingöngu fyrir hádegi.
Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns að kynjaskipt verði fyrir hádegi líkt og verið hefur og síðan opið öllum og jafnframt að gufubaðið verði opið alla daga.