Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

97. fundur 01. mars 2021 kl. 16:30 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Tómas A. Einarsson varamaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Opnun sundlauga um páska 2021

Málsnúmer 2102077Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja. Forstöðumaður lagði fram til kynningar fyrirhugaðan opnunartíma íþróttamiðstöðvar um páska 2021.Opnunartíminn verður auglýstur á vef Fjallabyggðar.

2.Skóladagatöl 2021-2022

Málsnúmer 2101062Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Brynhildur R. Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara skólans ásamt fulltrúum leikskólans, Olgu Gísladóttur skólastjóra og Fanneyju Jónsdóttur fulltrúa starfsmanna.
Drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2021-2022 lögð fram til kynningar. Lögð er áhersla á að haustfrí, vetrarfrí og skipulagsdagar séu samræmdir með skólum Dalvíkurbyggðar með skipulag skólastarfs Tónlistarskólans á Tröllaskaga í huga. Stefnt er að því að leggja lokaútgáfu skóladagatala fyrir nefndina í apríl.

3.Gæðastarf í Leikskóla Fjallabyggðar - þróunarverkefni

Málsnúmer 2011022Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu fulltrúar leikskólans, Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Skólastjóri kynnti fyrirhugað þróunarstarf í leikskólanum í samstarfi við Ásgarð ehf. Lögð er áhersla á samstarf við grunnskólann en þróunarverkefnið í leikskólanum er í beinu framhaldi af því þróunarstarfi sem verið hefur í grunnskólanum síðustu tvö skólaár.

4.Vinátta, forvarnaverkefni í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2102078Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu fulltrúar leikskólans, Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Skólastjóri kynnti Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki. Leikskóli Fjallabyggðar hefur hafið þátttöku í þessu verkefni og lofar það góðu. Verkefnið má kynna sér á slóðinni https://www.barnaheill.is/is/forvarnir/vinatta

Fundi slitið - kl. 17:45.