Vinátta, forvarnaverkefni í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2102078

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 01.03.2021

Undir þessum lið sátu fulltrúar leikskólans, Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Skólastjóri kynnti Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki. Leikskóli Fjallabyggðar hefur hafið þátttöku í þessu verkefni og lofar það góðu. Verkefnið má kynna sér á slóðinni https://www.barnaheill.is/is/forvarnir/vinatta