Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

109. fundur 07. mars 2022 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Kynning framkvæmda á fræðslu- og frístundasviði 2022

Málsnúmer 2203009Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar kynnir teikningar af framkvæmdum við nýtt húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neon og endurbætur á búningsklefum í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði.
Undir þessum lið sátu Ármann Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar og Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir góða kynningu.

2.Opnunartími íþróttamiðstöðva um páska 2022

Málsnúmer 2203016Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar kynnir hugmyndir að opnun íþróttamiðstöðva um páska 2022.
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Þar sem framkvæmdir við endurnýjun búningsklefa í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði verða yfirstandandi um páska verður ekki hægt að nýta búningsklefa og sundlaug. Reynt verður engu að síður að hafa opið í líkamsrækt og íþróttasal. Opnunartími í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Siglufirði verður lengdur frá því sem venja er um páska. Opnunartími verður auglýstur þegar nær dregur.

3.Skóladagatöl 2022-2023

Málsnúmer 2203015Vakta málsnúmer

Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar fer yfir hugmyndir varðandi skóladagatal næsta skólaárs.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar. Fyrstu drög að skóladagatali Leikskóla Fjallabyggðar 2022-2023 lögð fram til kynningar.

4.Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar. Samstarf um forvarnarfræðslu

Málsnúmer 2201023Vakta málsnúmer

Kynnt drög að samkomulagi við Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar um forvarnarstarf í grunnskólanum.
Samþykkt
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir drög að samkomulagi við Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar um forvarnarstarf og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samkomulagið fyrir hönd Fjallabyggðar.

5.Fræðsluherferð um stafrænt kynferðisofbeldi og forvarnarteymi

Málsnúmer 2202044Vakta málsnúmer

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna fræðslu- og forvarnarherferðar í 8. bekkjum grunnskóla á vegum Ríkislögreglustjóra í samstarfi við Neyðarlínuna 112. Herferðin beinist gegn stafrænum birtingarmyndum ofbeldis hjá unglingum í samræmi við samkomulag þess efnis við stjórnvöld og miðar að því að auka vitund ungmenna um stafrænt ofbeldi og gildi samþykkis í stafrænum og kynferðislegum samskiptum.Verkefnið er unnið í góðum samskiptum við lögregluembættin.
Lagt fram til kynningar
Erindi lagt fram til kynningar en umrædd fræðsla hefur þegar farið fram í Grunnskóla Fjallabyggðar.

6.Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104020Vakta málsnúmer

Á 730. fundi sínum, 17.2.2022 vísaði bæjarráð málinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd með ósk um umsögn nefndarinnar.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að bæjarráð horfi til hugmyndar 1 í framlögðu minnisblaði sem snýr að flutningi skólastarfs 5. bekkjar grunnskólans yfir í starfsstöðina við Tjarnarstíg Ólafsfirði. Hugmynd 1 gerir ráð fyrir viðbyggingu við núverandi skólahús og er að mati nefndarinnar besta leiðin þegar til framtíðar er litið.

7.Orðsending frá mennta- og barnamálaráðherra v. samræmd próf

Málsnúmer 2202066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Fyrirlögn PISA 2022

Málsnúmer 2203014Vakta málsnúmer

Bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna fyrirlagnar PISA 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.