Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar. Samstarf um forvarnarfræðslu

Málsnúmer 2201023

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 07.02.2022

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að í stað árlegs styrks til Foreldrafélags grunnskólans vegna forvarnarstarfs geri Fjallabyggð samning við félagið, til þriggja ára. Forvarnarstarfið yrði unnið í samstarfi við forvarnarteymi grunnskólans.
Samþykkt
Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera drög að samningi við Foreldrafélag grunnskólans um forvarnarstarf og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 109. fundur - 07.03.2022

Kynnt drög að samkomulagi við Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar um forvarnarstarf í grunnskólanum.
Samþykkt
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir drög að samkomulagi við Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar um forvarnarstarf og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samkomulagið fyrir hönd Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 05.12.2022

Samkomulag við Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar, undirritað 22.3.2022 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Samkomulag Fjallabyggðar við Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar um forvarnarstarf í grunnskólanum er lagt fram til kynningar. Árlegt framlag til forvarnarstarfs er kr. 300.000 samkvæmt samkomulaginu. Samkomulagið er í gildi til ársloka 2024.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 13.01.2025

Fjallabyggð og Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar gerðu með sér samkomulag vegna forvarnarstarfs í Grunnskóla Fjallabyggðar, á árunum 2022-2024 þar sem foreldrafélagið var styrkt árlega um 300.000 kr. til forvarna- og fræðslustarfs. Gildistími samkomulags er liðinn.
Í 6. grein samkomulagsins, sem undirritað var 22.03.2022 er heimild til framlengingar um eitt ár í senn, tvisvar sinnum. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til og samþykkir fyrir sitt leyti að nýta framlengingarákvæði og framlengja samkomulagið fyrir árið 2025.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.