Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

118. fundur 05. desember 2022 kl. 16:30 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason varamaður, A lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir varamaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Bréf til sveitarfélaga - Betri vinnutími í leikskólum

Málsnúmer 2209027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá stýrihópi um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum. Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag leikskólakennara er að finna viðauka um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum. Markmið þess og þeirrar vinnu sem þar er mælt fyrir um er að nýta þau tækifæri sem felast í betri vinnutíma til að ná fullri styttingu vinnutímans á gildistíma kjarasamningsins án þess að það valdi óhóflegu álagi á starfsfólk. Í bréfinu kynnir einnig stýrihópurinn útreikninga á álagsstuðli milli dvalartíma nemenda og vinnutíma starfsfólks.
Lagt fram til kynningar
Bréf stýrihópsins lagt fram til kynningar.

2.Styrkumsóknir 2023 - Fræðslumál

Málsnúmer 2210039Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd fer yfir umsóknir um styrki til fræðslumála 2023.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir umsóknir um fræðslustyrki. Fræðslustyrkjum er úthlutað á janúarfundi nefndarinnar 2023.

3.Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar. Samstarf um forvarnarfræðslu

Málsnúmer 2201023Vakta málsnúmer

Samkomulag við Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar, undirritað 22.3.2022 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Samkomulag Fjallabyggðar við Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar um forvarnarstarf í grunnskólanum er lagt fram til kynningar. Árlegt framlag til forvarnarstarfs er kr. 300.000 samkvæmt samkomulaginu. Samkomulagið er í gildi til ársloka 2024.

4.Frístundastyrkir Fjallabyggðar - reglur

Málsnúmer 1611062Vakta málsnúmer

Drög að breytingum á reglum um frístundastyrki Fjallabyggðar, fyrir börn á aldrinum 4-18 ára, lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Drög að reglum um frístundastyrki Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Minniháttar breytingar eru gerðar á reglunum, helst varðandi styrkupphæð en frístundastyrkir verða 45.000 kr árið 2023, sem gerir hækkun um 5000 kr. frá gildandi reglum. Frístundastyrkir eru veittir gegnum forritið Sportabler og fer þar fram öll umsýsla með styrkina.

Fundi slitið - kl. 18:00.