Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

90. fundur 05. október 2020 kl. 16:30 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Tómas A. Einarsson varamaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2020-2021

Málsnúmer 2010005Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.

2.Starf í félagsmiðstöðinni Neon 2020-2021

Málsnúmer 2010003Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Neon fyrir fundarmönnum. Starfið hófst 16. september síðastliðinn. Félagsmiðstöðin er opin tvö kvöld í viku, miðvikudaga og föstudaga í húsnæði að Lækjargötu 8 Siglufirði. Umsjónarmaður Neons er Karen Sif Róbertsdóttir.

3.Samráðsfundir stjórnsýslu og stjórnenda menntastofnana í Fjallabyggð

Málsnúmer 2010006Vakta málsnúmer

Stofnaður hefur verið samráðsvettvangur stjórnenda skólastofnana í Fjallabyggð. Þar eiga sæti stjórnendur Menntaskólans á Tröllaskaga, Grunnskóla Fjallabyggðar, Leikskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskólans á Tröllaskaga ásamt bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Áætlað er að fundir verði reglulegir 4-5 sinnum yfir skólaárið. Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd fagnar stofnun þessa samráðsvettvangs.

Fræðslu- og frístundarnefnd óskar Menntaskólanum á Tröllaskaga til hamingju með tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 en skólinn er tilnefndur til verðlauna í flokknum Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur.

Fundi slitið - kl. 17:30.