Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

105. fundur 29. júní 2017 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Sæunn Gunnur Pálmadóttir varaformaður, D lista
  • Halldór Þormar Halldórsson aðalmaður, D lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Fundargerðir Starfshóps um úthlutun leiguíbúða 2017

Málsnúmer 1703047Vakta málsnúmer

Lagt fram
Sæunn Gunnur Pálmadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um úthlutun leiguíbúða, dags. 26.06.2017.

2.yfirlit þjónustu í málaflokki fatlaðs fólks 2017

Málsnúmer 1701077Vakta málsnúmer

Lagt fram
Deildarstjóri gerði grein fyrir verkefnum sem heyra undir málefni fatlaðs fólks og framlögum Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk 2017.

3.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1705045Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

4.Trúnaðarmál - fasteignagjöld

Málsnúmer 1702078Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar.

5.Ábending varðandi sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga

Málsnúmer 1706061Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram erindi félags- og jafnréttisráðherra til sveitarfélaga vegna sérstaks húsnæðisstuðnings.

Fundi slitið - kl. 17:30.