Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

103. fundur 19. janúar 2017 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Halldór Þormar Halldórsson aðalmaður, D lista
  • Ólafur Jónsson aðalmaður, B lista
  • Eva Karlotta Einarsdóttir varamaður, S lista
  • Gerður Ellertsdóttir varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Rekstraryfirlit nóvember 2016

Málsnúmer 1612046Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram rekstraryfirlit félagsmáladeildar fyrir tímabilið janúar til nóvember 2016. Rauntölur; 78.609.820 kr. Áætlun; 88.693.758 kr. Rekstrarniðurstaða félagsþjónustu er 10.083.938 kr. betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.

2.Reglur Fjallabyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 1612023Vakta málsnúmer



Samþykkt
Lögð fram tillaga um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur. Gildistaka laganna er 1. janúar 2017 og leysa þau af hólmi eldri lög um húsaleigubætur.
Sérstökum húsnæðisstuðningi sveitarfélaga er ætlað að lækka greiðslubyrgði vegna húsnæðiskostnaðar hjá þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað sökum:
a) lágra tekna/lítilla eigna,
b) þungrar framfærslubyrði og
c) félagslegra aðstæðna.
Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

3.Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk 2017

Málsnúmer 1701036Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram til kynningar tillaga ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2017.

4.Dagdvöl aldraðra

Málsnúmer 1609092Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram svar heilbrigðisráðherra við beiðni Fjallabyggðar um dagdvalarrými aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði, úr sjö leyfum í tólf. Beiðninni var hafnað. Deildarstjóri upplýsti að á næstunni verði lögð fram úttektarskýrsla um dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð.

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1601040Vakta málsnúmer

Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1604075Vakta málsnúmer

Samþykkt
Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:30.