Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

82. fundur 27. ágúst 2014 kl. 16:30 - 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Eyrún Sif Skúladóttir varamaður, F lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir aðalmaður, F lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Sæunn Gunnur Pálmadóttir aðalmaður, D lista
  • Hafey Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Hornbrekka, dagvist aldraðra

Málsnúmer 1408033Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá formanni nefndarinnar um að fjármunir sem eru á launaáætlun 2014, vegna þjónustu við aldraða í Ólafsfirði verði færðir sem framlag til dagvistar aldraðra í Hornbrekku. Á launaáætlun Skálarhlíðar er heimild fyrir ráðningu í 50% stöðugildi sérstaklega vegna verkefna við öldrunarþjónustu í Ólafsfirði. Lagt er til að gerður verði þjónustusamningur við Hornbrekku um verkefnið.

 Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

2.Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar

Málsnúmer 1104032Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir að jafnréttisáætlun Fjallabyggðar verði endurskoðuð. Deildarstjóra falið að vinna drög að endurskoðaðri áætlun og leggja fyrir nefndina.

3.Rýnihópur um málefni aldraðra í Fjallabyggð

Málsnúmer 1408049Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir að skipa rýnihóp til að fjalla um þjónustu Fjallabyggðar við eldri borgara bæjarfélagsins og leggja fram tillögur sem nýtast munu bæjaryfirvöldum við frekari stefnumótun málaflokksins. Lagt er til að rýnihópurinn verði skipaður af formanni félagsmálanefndar, einum fulltrúa frá félagi eldri borgara á Ólafsfirði og einum fulltrúa félagi eldri borgara á Siglufirði, auk þess sem fjórir bæjarbúar 60 ára og eldri verði valdir með tilviljunar úrtaki af íbúaskrá Fjallabyggðar. Starfsmaður hópsins verði deildarstjóri fjölskyldudeildar.

4.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1401038Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

5.Samningur Fjallabyggðar um sálfræðiþjónustu veturinn 2014-2015

Málsnúmer 1408050Vakta málsnúmer

Deildarstóri lagði fram tillögu að samningi um sálfræðiþjónustu 2014-2015. Félagsmálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

6.Námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 1408051Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem er nú í kjölfar sveitarstjórnarkosninga að skipuleggja námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustunnar. Námskeiðin eru liður í námskeiðshaldi sambandsins fyrir sveitarfélögin og kjörna fulltrúa, en gert er ráð fyrir að námskeið fyrir félagsþjónustuna verði í byrjun árs 2015.

7.Fundargerðir Starfshóps um úthlutun leiguíbúða 2014

Málsnúmer 1401054Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð starfshóps um úthlutun leiguíbúða frá 20.08.2014.

8.Fundagerðir þjónustuhóps 2014, málefna fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi

Málsnúmer 1402008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð þjónustuhóps um málefni fatlaðra frá 22.07.2014.

Fundi slitið - kl. 16:30.