Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar eiga gjaldskrár sveitarfélagsins ekki að hækka að svo stöddu.
Að ósk forstöðumanna á menningarsviði þurfa nýir gjaldskrárliðir að bætast við 2014.
Markaðs- menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá 2014 fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg, að viðbættum nýjum gjaldskrárliðum:
1. Dansleikur 64.900
fyrir utan stefgjöld (fer eftir gestafjölda)
2. Tónleikar og dansleikur 86.600 fyrir utan stefgjöld
3. *Tónleikar og leiksýningar 25.000
fyrir utan stefgjöld (m.v. allt að 4 klst.) athuga að æfingar innfaldar í gjaldi eru ca. tveir klukkutímar fyrir viðburð, ef umfram þá er greitt samkvæmt klukkutíma kr. 1.000 á tímann.
4. Fermingar báðir salir 32.500
5. Neðri salur 21.600
6. Efri salur 10.800
7. Tónleikar (Skólarnir) 2 klst. 13.000
8. *Viðburðir á vegum skóla 14.000
miðað er við allt að 4 klukkustundir.
9. Fundur efri salur 6.000
miðað er við allt að 4 klukkustundir.
10. Fundur neðri salur 12.500
miðað er við allt að 4 klukkustundir.
11. *Skjávarpi 6.000
12. *Leiga á dúkum 250
13. *Ættarmót 98.000
miðað við föstudag til sunnudag (sérsamn. um þrif ef þess þarf).
14. *Rafmagn
Rafmagnsala er samkvæmt taxta rafveitna, m. 20% álagi.
15. *Myndlistarsýningar
Fer eftir gjaldalið 8 og 9 nema þegar sýnt er á vegum
menningarhússins.
16. *Sérstök þrif v. hefðbundinna viðburða 12.500
17. *Ef óskað er eftir TB matar og kaffistellinu,
þá er gerður samningur og leiga greidd, kr. 100 á mann.
18. *Ef eldhús er notað, þá er þrifið eftir ákvæði í leigusamningi, sérstaklega er tekið fram að hvíta matarstellið sé notað.
19. *Matarstell Tjarnarborgar (TB) er ekki leigt út nema við sérstaka atburði, samningur er gerður sérstaklega við viðkomandi leiguaðila.
20. *Þegar viðburðir eru haldnir á vegum menningarhússins, er gert sérstakt samkomulag vegna stefgjalda.
21. *Gera skal samning við leigutaka um afmæli, ættarmót, fermingar, brúðkaup og ofl. þar sem tilgreint sé um tímasetningar, verð og frágang. Leigutaki skal greiða tryggingarupphæð til staðfestingar viðburðarpöntun, sem dregst frá endanlegu gjaldi.
Tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef leigutaki hættir við þegar þrír mánuðir eða skemmri tími eru í umsaminn viðburð. Ekki er leyfilegt að gista í húsinu og engin viðvera er leyfð eftir kl. 01.00 eftir miðnætti, nema samkvæmt sérstöku samkomulagi.
22. *Viðburðir sem styrktir eru af sveitarfélaginu.
Gera skal samning við aðila sem styrktir eru af sveitarfélaginu t.d. Blús hátíð, Berjadaga, 17 júní, sjómannadaginn, jólahald og leiksýningar með hliðsjón af gjaldskrá.
* Nýir liðir í gjaldskrá
Markaðs- menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá 2014 fyrir bóka- og hérðaðsskjalasafn að viðbættum nýjum gjaldskrárliðum:
Árgjald: Börn og ungingar (0 - 17 ára) 0 kr.
Skírteini fyrir fullorðna (18 - 66) 2.000 kr.
Skírteini fyrir ellilífeyrisþega (67 ára og eldri) og öryrkja 0 kr. Skammtímaskírteini (gildistími 1 mánuður) 1.000 kr.
*Nýtt skírteini, ef skírteini eyðileggst eða glatast 500 kr.
*Leigutekjur:
*Kvikmyndir DVD 300 kr.
*Kvikmyndir DVD, barnaefni 150 kr.
*Kvikmyndir DVD, fræðsluefni 0 kr.
*Myndbönd 0 kr.
Dagsektir:
Dagsektir fyrir hvert eintak 25 kr.
*Hámarkssektir:
*Hámarkssektir á eintak / safngagn 600 kr.
*Hámarkssektir á einstakling (hvert skipti) 5.000 kr.
Annað:
Frátektir / pantanir, hvert eintak / safngagn 50 kr.
Millisafnalán (greiðist fyrirfram) 600 kr.
*Plöstun kortastærð 250 kr.
*Plöstun A5 / A4 / A3 300 / 400 / 500 kr.
Prentun / ljósritun, stærð A4 svart/hvítt 30 kr.
*Prentun / ljósritun, stærð A4 litur 60 kr.
*Taupoki 1.000 kr.
*Lestrardagbók 400 kr. Internet: 30 mínútur 100 kr. Aðgangur að þráðlausu neti (wi-fi) 0 kr. Handhafar bókasafnsskírteinis hafa aðgang að tölvu í 30 mínútur á dag, án gjalds.
*Glatað eða skemmt safngagn:
*Fyrir týnt eða skemmt eintak / safngagn skal lánþegi greiða skaðabætur, auk dagsekta ef þær eru til staðar.
*Lágmarks viðmiðunargjald:
*Bækur og hljóðbækur 3.000 kr.
*DVD-diskar, geisladiskar, myndbönd 2.500 kr.
*Tímarit 1.000 kr.
*Heimilt er að útvega bókasafninu sömu útgáfu af eintaki / safngagni en ávallt skal greiða dagsektir ef þær eru til staðar.
*Ef um ný gögn er að ræða (innan við tveggja ára) gildir innkaupsverð.
*Ef safnefni er ekki skilað þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir telst safnefnið glatað og skal viðkomandi lánþegi þá bæta bókasafninu skaðann.
* Nýir gjaldskrárliðir
Allir aðalfulltrúar voru mættir, að undanskildum Ólafi H. Marteinssyni og Sigurði Hlöðvessyni sem boðuðu forföll. Í þeirra stað mættu Margrét Ósk Harðardóttir og Guðrún Unnsteinsdóttir.